Hafnarstjórn
143. fundur
13. janúar 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Guðrún M.Ó.Steinunnardóttir Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Fundargerð stjórnar hafnasambands Íslands nr. 370 dags. 11. desember 2014 lögð fram til kynningar.
2.
Fundargerðir CI á árinu 2014
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 4. desember 2014 lögð fram til kynningar.
3.
Aðalfundur Cruise Europe 28. til 30. apríl 2015.
Erindi frá Cruise Europa þar sem tilkynnt er um aðalfund CE 28. til 30. apríl 2015.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á aðalfundinn.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á aðalfundinn.
4.
730 Hraun 6 - umsókn um lóð
Erindi frá Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás ehf. þar sem sótt er um lóð nr. 6 að Hrauni við Mjóeyrarhöfn. Fyrir liggur umsögn Alcoa vegna úthlutun á lóð að Hrauni skv. samningi við fyrirtækið. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdi fyrir sitt leiti við að Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás ehf verði úthlutað lóðin Hraun 6 og vísar málinu til bæjarráðs.
5.
735 Eskifjörður - Beiðni um úrbætur á grjótgarði við fiskimjölsverksmiðju Eskju
Erindi frá Eskju hf. dags. 7. janúar 2015 þar sem óskað er eftir að skoðað verði með úrbætur á grjótgarði framan við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.
Formaður og framkvæmdastjóri hafa hitt fulltrúa Eskju og skoðað aðstæður. Framkvæmdastjóra falið að skoða mögulega úrlausn.
Formaður og framkvæmdastjóri hafa hitt fulltrúa Eskju og skoðað aðstæður. Framkvæmdastjóra falið að skoða mögulega úrlausn.
6.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Umfjöllun um markaðs og kynningarmál vegna skemmtiferðaskipaverkefnis. Hafnarstjórn var kynnt vinnuskjal sem lá fyrir fundinum og samþykkti hafnarstjórn að vinna áfram í takt við það.
7.
Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað
Farið yfir stöðu mála vegna lóðamála og undirbúnings í tengslum við framtíðarþróun Norðfjarðarhafnar.
8.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu
Erindi frá Thor Shipping ehf dags. 8. janúar 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir Jurij Pavlicenko skipstjóra mv. Alexia að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Jurij Pavlicenko skipstjóra mv. Alexia.
9.
Norðfjörður - Þekja á lenginu togarabryggju
Nú er verið að leggja lokahönd á útboðsgögn vegna þekju á nýja stálþil Togarabryggju á Norðfirði. Hér með er óskað heimildar til að setja þekjuna í úboðsferli. Hafnarstjórn samþykkir að setja þekjuna í útboð. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að setja þekjuna í útboð.