Fara í efni

Hafnarstjórn

145. fundur
10. febrúar 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Málsnúmer 1501066
Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem ársreikningur sambandsins fyrir árið 2014 er lagður fram til kynningar og athugsemda. Kynnt.
2.
Fundargerðir CI á árinu 2015
Málsnúmer 1501065
Fundargerð stjórnar Cruies Iceland dags. 23. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
3.
Athugasemdir úr úttekt Statoil á birgðastöðvum og hafnaraðstöðu
Málsnúmer 1501307
Bréf frá Olíudreifingu dags. 26. janúar 2015 þar sem greint frá niðurstöðum úttektar hjá fulltrúa Statoil á birgðastöðvum og hafnaraðstöðum á Norðfirði og Reyðarfirði. Framkvæmdastjóra falið að bregðast við athugasemdum sem fram koma í úttektinni.
4.
Kynning á Bláfánaverkefni Landverndar
Málsnúmer 1410021
Farið yfir stöðu mála varðandi skoðun á að gera smábátahafnir í Fjarðabyggð að Bláfánahöfnum. Fyrir fundinum lá minnisblað frá verkefnastjóra atvinnumála.
Hafnarstjórn ákvað á grundvelli minnisblaðs að stefna ekki að umsókn um bláfána að svo stöddu.
5.
Ljósmál - heimildarmynd um sögu vita á Íslandi
Málsnúmer 1501301
Erindi frá Dúa Landmark dags. 29. janúar 2015 þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnarsjóð Fjarðabyggðar vegna gerðar heimildamyndar um vita á Íslandi.
Hafnarstjórn hafnar erindinu.
6.
Lækur og vatnsstaða norðan Norðfjarðarflugvallar
Málsnúmer 1501224
Farið yfir mál varðandi læk við smábátahöfn og minnisblöð frá Mannviti og siglingasviði Vegagerðarinnar sem liggja fyrir um málið. Samþykki liggur fyrir um framkvæmdina.
Kynnt
7.
Umsögn um skipulas- og matslýsingu Norðfjarðarhafnar
Málsnúmer 1501299
Erindi frá skipulags og byggingafulltrúa Fjarðabyggðar dags. 28. janúar 2015 þar sem óskað er umsagnar um skipulags og matslýsingu fyrir stækkun hafnarsvæðis á Norðfirði vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna.
8.
NAPLN - Experience exchange project
Málsnúmer 1307034
Framlagður tölvupóstur Greater Stavanger um framhald á NAPLN verkefninu og umsókn um styrkveitingar til þess frá norska Innanríkisráðuneytinu. Stavanger hefur samþykkt að vera leiðandi aðili sem pólitískt forystuafl. Forsendur verkefnisins eru í grunninn þær sömu en hafa verið víkkaðar þannig að þær ná til fleiri atvinnugreina. Þátttaka í verkefninu var áður samþykkt á síðasta ári. Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku, fyrir sitt leyti, og vísar því til endanlegrar afgreiðslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir að halda áfram þátttöku í verkefninu.