Hafnarstjórn
146. fundur
24. febrúar 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 372 dags. 13. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar ásamt tillögu að landskipulagsstefnu.
2.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna 10.000 tonna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldis á laxi í Reyðarfirði. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með þeim viðbótum sem Laxar Fiskeldi setti fram og með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Kærufrestur er til 17.mars 2015. Vísað til hafnarstjórnar frá bæjarráði 16. febrúar 2015. Bréfið kynnt.
3.
Mjóafjarðarhöfn - hafnarkrani
Farið yfir málefni varðandi bryggjukrana á Mjóafirði. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram og finna krana sem leysir kranamál í Mjóafirði.
4.
Norðfjörður - Þekja á lenginu togarabryggju
Fundargerð frá opnun tilboða í þekju og lagnir á Norðfirði dags. 17. febrúar 2015. Tvö tilboð bárust í verkið og átti Nestak lægst boðið upp á 38,6 millj.kr. eða 83,1% af kostnaðaráætlun sem var 46,4 millj.kr. Bjóðendum er þökkuð þátttakan í útboðinu. Hafnarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
5.
740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
Kynnt vinna sem er í gangi vegna undirbúnings að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna fyllingar við Norðfjarðarhöfn og útlit hennar.