Hafnarstjórn
147. fundur
10. mars 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Gísli Benediktsson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Fyrir fundinum lá greinargerð um markaðsmál hafnarinnar frá Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur verkefnisstjóra. Ásta Kristín sat þennan lið fundarins. Henni var þökkuð koman.
2.
Björgunarvesti - styrkbeiðni
Bréf frá Slysavarnardeildinni Ársól dags. 30. janúar 2015 þar sem þakkað er fyrir stuðninginn við kaup á björgunar og að útbúa kassa undir þau.
Hafnarstjórn þakkar bréfið.
Hafnarstjórn þakkar bréfið.
3.
Umsókn um undanþágur frá lóðsskyldu
Erindi frá Thor Shipping ehf. dags. 27. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir Oleksandr Marchenko skipstjóra mv. Jan að og frá Mjóeyrarhöfn.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Oleksandr Marchenko skipstjóra mv. Jan.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Oleksandr Marchenko skipstjóra mv. Jan.
4.
Sjóvarnir við Eyrargötu 9-11 í Neskaupstað
Á fundi bæjarráðs þann 9. mars var lagt fram til kynningar bréf frá Réttingarverkstæði Sveins ehf. um sjóvarnir við Eyrargötu 9 til 11 í Neskaupstað.
Máli vísað til hafnarstjórnar. Hafnarstjórn fór yfir málið og þakkar fyrir erindið. Málinu vísað til skoðunar hjá framkvæmdasviði.
Máli vísað til hafnarstjórnar. Hafnarstjórn fór yfir málið og þakkar fyrir erindið. Málinu vísað til skoðunar hjá framkvæmdasviði.
5.
Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.
Erindi frá Vegagerðinni dags. 25. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir umsóknum um þau verkefni sem til greina kemur að ráðast í. Fyrir fundinum láu drög að umsókn til Vegagerðarinnar. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að senda umsóknina í samræmi við umræðu á fundinum.