Hafnarstjórn
148. fundur
31. mars 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 373 dags. 13. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
2.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Gerð grein fyrir undirbúningi við gerð aðstöðuhús fyrir Stöðvarfjörð. Fyrir fundinum lá minnisblað frá vegna málsins. Hafnarstjórn samþykkir að fara eftir því sem lagt er upp með í minnisblaði.
3.
Beiðni um leyfi ti að fá að setja skilti um friðlýsingu vegna æðarvarps við smábátahafnir á Reyðarfirði og Eskifirði.
Erindi frá Elíasi Jónssyni dags. 24. mars 2015. Um er að ræða beiðni um leyfi til að fá að setja upp skilti um friðlýsingu vegna æðarvarps við smábátahafnir á Reyðarfirði og Eskifirði til að minna smábátaeigendur á friðlýsingu kringum Hólmana. Fram kemur að skiltið þyrfti að standa u.þ.b. frá 15 apríl til 15 júlí,en tekið niður utan þess tíma. Hafnarstjórn samþykkir að heimila uppsetningu skiltis í samráði við hafnarverði.
4.
Grjótvarnir við Nesgötu 4 Norðfirði
Bréf frá Björgunarsveitinni Gerpi dagsett 17. mars 2015 þar sem óskað er eftir stuðningi við að grjótverja lóð og gera bryggju. Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar því til skoðunar hjá framkvæmdasviði ásamt fleiri sambærilegum verkefnum.
5.
Innkaupareglur 2015 - endurskoðun
Innkaupareglur - yfirferð 2015
Skv. 34. gr. innkaupareglna skulu fjárhæðir endurskoðaðar ár hvert af bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að fenginni tillögu fjármálastjóra, sbr. 8. gr. reglnanna. Innkaupareglurnar skulu yfirfarnar og framkvæmd þeirra metin í fyrsta sinn innan árs frá gildistöku þeirra en þær tóku gildi 30.maí 2013.
Bæjarráð samþykkir að vísa núgildandi reglum til nefnda sveitarfélagsins til umsagnar og reglurnar verða teknar til endurskoðunar í bæjarráði að lokinni yfirferð nefnda. Hafnarstjórn telur að reglurnar hafi nýst vel en leggur til lítilsháttar breytingar við viðmiðunarfjárhæðir. Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað samkvæmt umræðum hafnarstjórnar.
Skv. 34. gr. innkaupareglna skulu fjárhæðir endurskoðaðar ár hvert af bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að fenginni tillögu fjármálastjóra, sbr. 8. gr. reglnanna. Innkaupareglurnar skulu yfirfarnar og framkvæmd þeirra metin í fyrsta sinn innan árs frá gildistöku þeirra en þær tóku gildi 30.maí 2013.
Bæjarráð samþykkir að vísa núgildandi reglum til nefnda sveitarfélagsins til umsagnar og reglurnar verða teknar til endurskoðunar í bæjarráði að lokinni yfirferð nefnda. Hafnarstjórn telur að reglurnar hafi nýst vel en leggur til lítilsháttar breytingar við viðmiðunarfjárhæðir. Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað samkvæmt umræðum hafnarstjórnar.
6.
Lóa og lagfæring á upptökustað
Erindi frá Gunnari Hjaltasyni dags. 20. mars 2015 þar sem hann bendir á bát sem hann á og henti sem hafnsögubátur auk þess að hann óskar efti að upptökurampur á Reyðarfirði verði gerður brattari. Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað varðandi hafnsögu og notkun hafnsögubáts. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að láta laga halla upptökuramps á Reyðarfirði.
7.
Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og upplýsingum frá Fjarðanetum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera í sambandi við sigingasvið Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á stáli.
8.
Norðfjörður - Fyrirspurn vegna foktjóns 14. mars 2015
Fyrirspurn barst frá smábátaeigendum um hvort höfnin bætti þeim tjón sem þeir urðu fyrir vegna foks þann 14. mars sl. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu.
9.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naust 1 og umhverfisskýrsla send umsagnaraðilum til umsagnar fyrir auglýsingu
Erindi frá skipulags- og byggingafulltrúa dags. 25. mars 2015, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naust 1 og umhverfisskýrslu.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við framangreint.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við framangreint.
10.
Frágangur vegna fisk- og kræklingaeldis
Erindi frá bæjarráði 16. mars 2015 vegna frágangs á búnaði frá fisk- og kræklingaeldi.
Bæjarráð felur hafnarstjórn að leita lausna vegna frágangs á búnaði á hafsbotni sem tengst hefur fisk- og kræklingaeldi i fjörðum Fjarðabyggðar en þessi búnaður hefur verið að valda sjófarendum vanda.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að fá heilbrigðisfulltrúa til fundar við sig um málið.
Bæjarráð felur hafnarstjórn að leita lausna vegna frágangs á búnaði á hafsbotni sem tengst hefur fisk- og kræklingaeldi i fjörðum Fjarðabyggðar en þessi búnaður hefur verið að valda sjófarendum vanda.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að fá heilbrigðisfulltrúa til fundar við sig um málið.
11.
Norðfjörður - umhverfisfrágangur við smábátahöfn
Frumhugmyndir af umhverfisfrágangi við höfnina á Norðfirði kynntar. Hafnarstjórn kom með nokkrar ábendinga um úrbætur og fól framkvæmdastjóra að koma þeim til hönnuðar.