Fara í efni

Hafnarstjórn

149. fundur
21. apríl 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Guðrún M.Ó.Steinunnardóttir Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn í Reykjavík 8. maí 2015
Málsnúmer 1504137
Erindi frá Cruice Iceland þar sem tilkynnt er að aðalfundur félagsins verði haldinn í Reykjavík 8. maí 2015. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra og verkefnastjóra atvinnu og þróunarmála að fara á fundinn.
2.
Útboð - Safnahúsið í Neskaupstað
Málsnúmer 1403067
Afnotasamningur vegna útiaðstöðu á palli við Safnahúsið á Norðfirði milli Safnaráðs safnahússins og Hildibrand Hótel. Afnotasamningurinn er tímabundið tilraunaverkefni sem afmarkast við sumarið 2015 og gildir frá 1. júní 2015 til 31. ágúst 2015. Afnotasamningurinn lagður fram til kynningar.
3.
Skýrsla um "Skemmtiferðaskip við Ísland - úttekt á áhrifum"
Málsnúmer 1504069
Skýrslan er unnin af Rannsóknarmiðstöð ferðamálaum um "Skemmtiferðaskip við Ísland - úttekt á áhrifum". Skýrslan lögð fram til kynningar.
4.
Seatrade Miami 16-19 mars 2015
Málsnúmer 1411079
Greinargerð formanns Cruise Iceland frá Seatrade Miami 16-19 mars sl. lögð fram til kynningar.
5.
Innkaupareglur 2015 - endurskoðun
Málsnúmer 1503141
Endurskoðun Innkaupareglna tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar 31. mars sl. þar sem lagðar voru til breytingar við viðmiðunarfjárhæðir og var framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um málið. Minnisblað lagt fram og kynnt. Hafnarstjórn samþykkir tillögur í framlögðu minnisblaði og vísar því til bæjarráðs.
6.
Umsókn um stöðuleyfi - starfsmannaaðstaða Eimskips
Málsnúmer 1501221
Kynnt erindi frá Mannviti f.h. Eimskipa þar sem óskað er eftir heimild til að tengjast rafmagni hafnarinnar og að útbúa auka niðurfall til að taka yfirborðsvatn undir starfsmannaaðstöðunni. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við beiðnina og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
7.
Norðfjörður - Fyrirspurn vegna foktjóns 14. mars 2015
Málsnúmer 1503165
Kynnt svar Sjóvá dags 15.04.2015 - vegna fyrirspurnar um bætur fyrir tjón á smábátum á Norðfirði. Málið var áður kynnt á fundi 31. mars 2015. Jafnframt hefur hafnarstjórn borist erindi frá framkvæmdastjóra SÚN fyrir hönd smábátaeigendanna þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Sjóvá.
Hafnarstjórn tekur ekki afstöðu til málsins fyrr en það hefur fengið endanlega afgreiðslu í tryggingakerfinu.
Hafnarstjóra falið að svara erindinu frá framkvæmdastjóra SÚN.
8.
Landtenging Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 1503076
Erindi frá Thor shipping dags. 1. apríl 2015 þar sem verið er að skoða landtengingu skipa félagsins á meðan þau stoppa og aðkomu hafnarinnar að því.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
9.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Á fundi bæjarstjórnar 15.apríl var skýrslum vísað til umfjöllunar fastanefnda sveitarfélagsins. Skýrslan lögð fram til kynningar.