Hafnarstjórn
150. fundur
12. maí 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fyrirhuguð bygging frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar mætir á fundinn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði. Friðrik gerði grein fyrir málinu og framtíðarplönum fyrirtækisins. Hafnarstjórn þakkaði Friðrik fyrir komuna. Framkvæmdastjóra falið að fylgjast með málinu.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 374 dags. 10. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
3.
Umsókn um stöðuleyfi
Erindi frá Fiskmarkað Austurlands þar sem þeir sækja um stöðuleyfi f. tvo gáma á hafnarsvæðinu á Stöðvarfirði.
Hafnarstjórn samþykkir stöðuleyfi fyrir gámana fyrir sitt leiti og felur framkvæmdastjóra að afgreiða slíkar beiðnir í umboði hafnarstjórnar eftirleiðis.
Hafnarstjórn samþykkir stöðuleyfi fyrir gámana fyrir sitt leiti og felur framkvæmdastjóra að afgreiða slíkar beiðnir í umboði hafnarstjórnar eftirleiðis.
4.
Arctic Service Hub - Málþing 2.júní
Á fundi bæjarráðs þann 27. apríl 2015 var fjallað um fyrirhugað málþing sem halda á 2. júní nk. Málinu vísað til hafnarstjórnar til umræðu og kynningar. Málið kynnt.
5.
Hafnarmál á Norðfirði - Dýpkun fiskihafnar
Komið hefur í ljós að grjótvörn í sunnanverðri höfninni á Norðfirði er á hreyfingu og er í skoðun hvernig brugðist verður við því. Lögð var fram til kynningar fundargerð frá fundi eftirlits- og dýpkunaraðila vegna málsins frá 22. apríl 2015.
6.
Hugmyndir íbúasamtaka Reyðarfjarðar um notkun Strandgötu 7 ; 730
Bréf Íbúasamtaka Reyðarfjarðar þar sem óskað er eftir að endurskoðuð verði ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um að Strandgata 7 á Reyðarfirði verði rifin og hún verði afhent hóp til að vera með markað í húsinu auk annarrar starfsemi. Þá liggur fyrir beiðni frá Pegasus um að fá húsið áfram fyrir tökur á framhaldi á þáttaröðinni Fortitude.
Bæjarráð er tilbúið, fyrir sitt leyti, að greiða götu fyrir markað í húsnæðinu svo lengi sem það samrýmist þörfum Pegasus fyrir tökustað. Ekki verði um beint fjárframlag sveitarfélagsins að ræða til endurbóta á húsnæðinu. Þá verði húsið rifið að afloknum tökum á þáttaröðinni sbr. fyrri ákvarðanir um uppbyggingu miðbæjar á Reyðarfirði.
Vísað til umsagnar hafnarstjórnar, sem eiganda hússins. Hafnarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs og felur bæjarráði afgreiðslu málsins, enda falli engin kostnaður á hafnarsjóð vegna þess.
Bæjarráð er tilbúið, fyrir sitt leyti, að greiða götu fyrir markað í húsnæðinu svo lengi sem það samrýmist þörfum Pegasus fyrir tökustað. Ekki verði um beint fjárframlag sveitarfélagsins að ræða til endurbóta á húsnæðinu. Þá verði húsið rifið að afloknum tökum á þáttaröðinni sbr. fyrri ákvarðanir um uppbyggingu miðbæjar á Reyðarfirði.
Vísað til umsagnar hafnarstjórnar, sem eiganda hússins. Hafnarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs og felur bæjarráði afgreiðslu málsins, enda falli engin kostnaður á hafnarsjóð vegna þess.
7.
Kvikmyndatökur Pegasus og notkun bygginga í Fjarðabyggð
Framlögð beiðni frá Pegasus þar sem óskað er eftir afnotum af fasteigninni að Strandgötu 7 á Reyðarfirði til gerðar 2.þáttaraðar af Fortitude.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir, fyrir sitt leyti, að verða við beiðni Pegasus um afnot af fasteigninni að Strandgötu 7 á Reyðarfirði en vísar málinu til staðfestingar hafnarstjórnar. Jafnframt er vísað til bókunar bæjarráðs í máli 1504134 á síðasta fundi. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti beiðni Pegasusar um tímabundin afnot af húsinu. Varðandi afnot íbúasamtakanna af húsinu vísast til bókunar hafnarstjórnar í máli 1504134.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir, fyrir sitt leyti, að verða við beiðni Pegasus um afnot af fasteigninni að Strandgötu 7 á Reyðarfirði en vísar málinu til staðfestingar hafnarstjórnar. Jafnframt er vísað til bókunar bæjarráðs í máli 1504134 á síðasta fundi. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti beiðni Pegasusar um tímabundin afnot af húsinu. Varðandi afnot íbúasamtakanna af húsinu vísast til bókunar hafnarstjórnar í máli 1504134.
8.
Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði
Tilkynning frá Vegagerðinni um þátttöku í útboði á stáli fyrir stálþil á Norðfiði. Miðað er við 40 m viðlegukant. Fram kemur að frestur til að draga sig út úr útboði er til 29. maí 2015.
9.
Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Erindi frá Egerdund dags. 21. apríl 2015 þar sem óskað ef eftir að hafnarstjóður taki til umfjöllunar lengingu núverandi stálþils og þekju við aðstöðu fyrirtækisins á Eskifirði.
Hafnarstjórn þakkar erindið og samþykkir að vísar erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
Hafnarstjórn þakkar erindið og samþykkir að vísar erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
10.
Umsókn um afnot af landi
Erindi frá Sirkus Íslands dags.11. maí 2015 þar sem óskað er eftir að fá að setja upp sirkustjald á hafnarsvæðinu á Fáskrúðsfirði um franska daga. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að afgreiða málið.
11.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Lög fram frumdrög að teikningu að þjónustuhúsi við smábátahöfnina á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir tillögu 1 en kom með nokkrar ábendingar til skoðunar.