Hafnarstjórn
151. fundur
26. maí 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gísli Benediktsson Varamaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn í Reykjavík 8. maí 2015
Lögð fram til kynningar ársskýrsla frá aðalfundi Cruise Icelands sem haldinn var í Reykjavík 8. maí sl.
2.
Umsókn um leyfi fyrir ofanjarðar gasolíugeymi og afgreiðsludælu á bryggju á Stöðvarfirði
Erindi frá Olíuverlsun Íslands sem barst 19. maí 2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp 9.600 lítra ofanjarðargeymi og afgreiðsludælu fyrir báta á Stöðvarfirði. Framkvæmdastjóra falið að ræða við svæðisstjóra Olís
3.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Í samræmi við bókun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2015 var farið yfir stöðu mála það sem af er ári og horfurnar framundan. Framkvæmdastjóra falið að legga vinnuskjal vegna málsins til bæjarráðs. Trúnaðarmál.
4.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Tekið til umfjöllunar staða grjótvarna í Fjarðabyggð. Fyrir fundinum liggur minnisblað frá umhverfisstjóra ásamt vinnulista til skoðunar á fundinum. Hafnarstjórn frestar málinu og tekur það til frekari umræðu á næsta fundi.
5.
Norðfjörður - umhverfisfrágangur við smábátahöfn
Lagðar fram tillögur að umhverfisfrágangi við smábátahöfnina á Norðfirði til yfirferðar. Nokkra athugasemdir gerðar sem komið verður á framfæri við hönnuð. Gert var ráð fyrir að vinna hluta af frágangi á svæðinu á fjárhagsárinu. Samþykkt var að klára malbikunarframkvæmdir, sá í svæðið og ganga frá festum ásamt rörum fyrir rafmagn.
6.
Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað
Bréf frá Fjarðaneti dags. 21. maí 2015 þar sem sótt er um lóð á nýrri fyllingu austan fiskimjölsverksmiðjunnar Síldarvinnslunnar á Norðfirði. Erindið kynnt og því frestað en framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.