Fara í efni

Hafnarstjórn

152. fundur
9. júní 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Málsnúmer 1501066
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 375 dags. 22. maí 2015 lögð fram til kynningar.
2.
Hafnafundur Hafnasambands Íslands haldinn 28.ágúst 2015
Málsnúmer 1505177
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 26. maí 2015 þar sem tilkynnt er að Hafnafundur verði haldinn í Hafnarfirði þann 28. ágúst 2015.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.
3.
Umsókn um leyfi fyrir ofanjarðar gasolíugeymi og afgreiðsludælu á bryggju á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1505124
Á fundi hafnarstjórnar 26. maí s.l. var framkvæmdastjóra falið að ræða við svæðisstjóra Olís vegna óska um að setja upp olíugeymi fyrir smábáta á Stöðvarfirði. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað vegna málsins.
Hafnarstjórn samþykkti að heimila Olís að setja upp olíugeymi við enda þeirra tanka sem fyrir eru við höfnina í samræmi við minnisblað.
4.
Sjávarútvegsskóli Austurlands 2015
Málsnúmer 1505171
Erindi frá Sigurði Stein Einarssyni f.h. Síldarvinnslunnar dags. 28. maí 2015 þar sem óskað er eftir stuðningi Fjarðabyggðarhafna við að bjóða upp á Sjávarútvegsskóla Austurlands sumarið 2015 upp á 500.000 kr. Hafnarstjórn samþykkti styrkbeiðnina
5.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Málsnúmer 1503148
Fyrir liggja útboðsgögn vegna þjónustuhúss fyrir smábátahöfnina á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að bjóðaverkið út. Hafnarstjórn samþykkir að boðin verði út smíði þjónustuhúss á Stöðvarfirði.
6.
Norðfjörður - tunna á enda grjótgarðs
Málsnúmer 1502047
Útboðsgögn vegna tunnu á enda varnargarðs við innsiglingu í Norðfjarðarhöfn eru að verða tilbúin, en gert var ráð fyrir þessari framkvæmd í framkvæmdaáætlun ársins.
Hafnarstjórn samþykkir að verkið verði boðið út þegar útboðsgögn verða tilbúin.
7.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Í kjölfar fundar 26, maí sl. um fjárhagsstöðu ársins og horfurnar framunda og umfjöllunar bæjarráðs um málið liggur fyrir minnisblað frá bæjarráði sem vísað er til hafnarstjórnar til umfjöllunar. Hafnarstjórn samþykkir minnisblaðið en með fyrirvara um endurskoðun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
8.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1503195
Áframhald umræðu frá síðasta fundi hafnarstjórnar þann 26. maí 2015 vegna grjótvarna í Fjarðabyggð, þegar málinu var frestað til næsta fundar. Fyrir fundinum lá vinnuskjal um grjótvarnir í Fjarðabyggð og forgangsröðun þeirra sem gerir ráð fyrir áætluðum kostnaði upp á um 25,5 millj.kr. á árinu 2015. Hafnarstjórn samþykkir vinnuskjalið og vísar því til staðfestingar hjá bæjarráði.
9.
Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað
Málsnúmer 1311101
Erindi frá Fjarðaneti dags. 21. maí 2015. Erindið var kynnt en afgreiðslu þess frestað á fundi hafnarstjórnar þann 26. maí sl. Fyrir fundinum liggur minnisblað framkvæmdastjóra vegna málsins. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi minnisblað og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
10.
Verkefnastjóri í atvinnumálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1310127
Tekið fyrir erindi frá bæjarráði frá fundi ráðsins þann 8. júní sl. þar sem fjalla er um framlengingu verkefnastjóra atvinnu- og þróunarmála í Fjarðabyggð og visað var til hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir málið fyrir sitt leiti.