Hafnarstjórn
153. fundur
9. júlí 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn í Reykjavík 8. maí 2015
Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland sem haldinn var 8. maí 2015, lögð fram til kynningar.
2.
Fundargerðir CI á árinu 2015
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 26. maí 2015, lögð fram til kynningar.
3.
Seatrade Hamborg 9. -11. september 2015
Erindi frá Cruise Iceland þar sem spurt er um þátttöku á Sölusýningu fyrir skemmtiferðaskip 9-11 september í Hamborg í haust. Hafnarstjórn staðfestir þátttöku á sölusýningunni.
4.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naust 1 og umhverfisskýrsla, beiðni um umsögn hafnarstjórnar
Erindi frá skipulags- og byggingafulltrúa Fjarðabyggðar dags. 8. júní 2015 þar sem óskað er umsagnar á auglýsingartíma um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naust 1 og umhverfisskýrslu. Umsagnarfrestur er til 24. júlí 2015. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á aðalskipulagi né tillögu að deiliskipulagi.
5.
Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði
Erindi frá Vegagerðinni - siglingasviði þar sem gerð er grein fyrir tilboðum sem bárust í stál fyrir nýja netagerðarbryggju á Norðfirði og hljóðar lægsta tilboð upp á 23,4 millj.kr. án vsk. Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, GA ehf, á grundvelli tilboðsins. Hafnarstjórn samþykkir tillögu siglingasviðs Vegagerðarinnar um að semja við lægstbjóðanda.
6.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskildu
Erindi frá Thor Shipping dags. 8. júní 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskildu fyrir Oleksly Zhukov skipstjóra á Mv Marmakira að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Oleksly Zhukov skipstjóra á Mv Marmakira.
7.
Verkfall hjá félögum í félagi skipstjórnarmanna
Bréf frá Félagi skipstjórnarmanna dags. 6. júlí 2015 þar sem boðað er að ótímabundið verkfall muni hefjast 25. júlí nk. hafi samningar ekki náðst. Lagt fram til kynningar.
8.
Björgunarbátur á Fáskrúðsfirði
Erindi frá Björgunarsveitinni Geisla dags. 22. júni 2015 þar sem óskað er eftir stuðningi hafnarsjóðs Fjarðabyggðar við kaup á stærri björgunarbát á Fáskrúsfjörð. Óskað er eftir allt að 7 millj.kr. styrk til verkefnisins. Styrkurinn sem samþykktur yrði innheimtist aðeins ef tekst að fjármagna verkefnið að fullu. Hafnarstjórn samþykkir að veita 1. millj.kr. í styrk verði af kaupum á björgunarbátnum. Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016.
9.
Fyrirspurn frá Skeljungi vegna lóðar við Leirukrók 20 á Eskifirði
Erindi frá Skeljungi dags. 24. júní 2015 vegna lóðar fyrirtækisins við Leirukrók 20, þar sem fram kemur að lóðin sé farin að láta ásjá vegna ágangs sjávar og hvort höfnin geti farið í lagfæringu á henni.
Hafnarstjórn þakkar ábendinguna og samþykkir að bæta verkefninu á verkefnalista yfir grjótvarnir í Fjarðabyggð og vinnu við fjárhagsáætlunargerð.
Hafnarstjórn þakkar ábendinguna og samþykkir að bæta verkefninu á verkefnalista yfir grjótvarnir í Fjarðabyggð og vinnu við fjárhagsáætlunargerð.
10.
Minnisblað um tryggingamál hafna frá Hafnasambandi Íslands dags. 23. júní 2015
Erindi frá Hafnarsambandi Íslands dags. 24. júní 2015 þar sem kynnt er minnisblað sem Hafnasambandið lét gera varðandi tryggingamál hafna. Laqt fram til kynningar.
11.
Norðfjörður - Fyrirspurn vegna foktjóns 14. mars 2015
Borist hefur úrskurður frá Úrskurðarnefnd í tryggingamálum dags. 15. júní 2015 vegna foktjórns við smábátahöfnina á Norðfirði.
Í úrskurðinum kemur fram að vegna veðurhæðar umrætt sinn eigi þeir sem urðu fyrir tjóni ekki rétt á bótum úr ábyrgðatryggingu sveitarfélagsins. Kynnt.
Í úrskurðinum kemur fram að vegna veðurhæðar umrætt sinn eigi þeir sem urðu fyrir tjóni ekki rétt á bótum úr ábyrgðatryggingu sveitarfélagsins. Kynnt.
12.
Hafnarmál á Norðfirði - Stækkun fiskihafnar
Framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar eru langt komnar þó þeim ljúki ekki að fullu á þessu ári. Töluvert umrót, ónæði og óþrif hefur fylgt framkvæmdunum fyrir smábátaeigendur, en framkvæmdir hafa nú staðið yfir á þriðja ár og svæðið við smábátahöfnina notað sem lagersvæði á meðan á framkvæmdum hefur staðið. Hafnarstjórn hefur því samþykkt að veita þeim smábátaeigendum sem voru með báta sína á floti í höfninni frá 1. janúar 2015 til 30. júní 2015 framlag í formi ívilnunar vegna þessa sem nemur allt að sex mánaða bryggjugjaldi og kemur ívilnunin til frádráttar bryggjugjöldum vegna bátanna síðari hluta ársins 2015.
13.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Fundargerð frá opnun tilboða í smíði þjónustuhúss við Stöðvarfjarðarhöfn dags. 8. júlí 2015. Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna málsins frá framkvæmdastjóra. Í verkið barst eitt tilboð og var það frá Trévangi efh. Hljóðaði tilboðið upp á 20,3 millj.kr. eða 211,1% af kostnaðaráætlun sem var 9,6 millj.kr. Hafnarstjórn hafnar innkomnu tilboði í gerð þjónustuhúss.
14.
Norðfjörður - tunna á enda grjótgarðs
Fundargerð frá opnun tilboða í gerð tunnu á skjólgarð Norðfjarðarhafnar dags. 8. júlí 2015. Í verkið bárust tvö tilboð, frá Ísar ehf og Hérðasverki ehf. Lægra tilboðið átti Héraðsverk upp á 36,5 millj.kr. eða 110,4% af kostnaðaráætlun sem var 31,1 millj.kr. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðandi