Hafnarstjórn
155. fundur
6. október 2015 kl. 16:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 376 dags. 24. águst 2015. Lögð fram til kynningar.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 377 dags. 21. september 2015. Lögð fram til kynningar.
3.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu Samskip Hoffell
Erindi frá Samskipum dags. 25. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Dmytro Pahu skipstjóra á Mv. Samskip Hoffelli að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Dmytro Pahu skipstjóra á Mv. Samskip Hoffelli
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu Samskip Skaftafell
Erindi frá Samskipum dags. 25. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Danilov Aleksandr skipstjóra á Mv. Samskip Skaftafelli að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Danilov Aleksandr skipstjóra á Mv. Samskip Skaftafelli.
5.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Sergey Ivanov skipstjóra á Mv Marmaui
Erindi frá Thor Ship dags. 2. október 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Sergey Ivanov skipstjóra á Mv. Marmaui að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Sergey Ivanov skipstjóra á Mv. Marmaui.
6.
Umsókn um hafnsögumannsskírteini
Umsögn vegna umsóknar Ingva Rafns Guðmundssonar starfsmanns Fjarðabyggðarhafna um hafnsögumannsskírteini. Hafnarstjórn staðfestir umsögnina.
7.
101.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsálygtunartillögu um landsskipulagsstefnu 2015 - 2026, 101 mál.
Erindið kynnt.
Erindið kynnt.
8.
Ósk um að gerður verði rampur fyrir neðan húsnæði Sjósportsklúbbs Austurlands
Bréf frá Sjósportklúbbi Austurlands dags. 17. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir að hafnarsjóður útbúi ramp utan og neðan við fyrrverandi síldarsöltun Sæbergs þar sem klúbburinn er til húsa.
Málinu frestað.
Málinu frestað.
9.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Hafnarstjórn samþykkir að bjóða út að nýu smíði þjónustuhúss á Stöðvarfirði. Verkið var áður boðið út í júli sl. en þá barst eitt tilboð í verkið sem var hafnað. Framkvæmdastjóra falið að bjóða verkið út að nýju.
10.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Fyrir liggur samþykki í áætlun fyrir því að fara í framkvæmdir við fyllingu og grjótvörn á Stöðvarfirði sem er hluti umhverfisverkefnis á hafnarsvæðinu þar. Hafnarstjórn samþykkir að bjóða verkið út.
11.
Fyrirhuguð bygging frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Lagt fram minnisblað frá Siglingasviði Vegagerðarinnar dags. 17. september 2015, vegna nýs bryggjukants á Fáskrúðsfirði. Í minnisblaðinu er lagt til að um verði að ræða stálþilskant Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að óska eftir við siglingasvið Vegagerðarinnar að hefja hönnun stálþils og útboð á stáli fyrir kantinn.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að efnistökumálum í fyllingu samhliða verkefnum á öðrum höfnum Fjarðabyggðar.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að efnistökumálum í fyllingu samhliða verkefnum á öðrum höfnum Fjarðabyggðar.
12.
Skýrsla um áhrif innflutningsbanns Rússsa
Skýrsla Byggðastofnunar um áhrif innflutningsbanns Rússa frá september 2015. Lögð fram til kynningar
13.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2016 ásamt gjaldskrá og langtímaáætlun
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2016 og langtímaáætlun fyrir hafnarsjóð Fjarðabyggðar og gjaldskrá. Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá hafnarsjóðs hækki um 6,1% í samræmi við hækkun byggingavísitölu síðustu 12 mánaða. Einnig samþykkir hafnarstjórn framkvæmdaáætlun fyrir 2016 ásamt langtímaáætlun 2017 til 2019.
Hafnarstjórn mun skoða hvort forsendur áætlunarinnar hafi breyst þegar kemur fram á árið með endurskoðun á áætluninni i huga. Áætluninni er vísað til bæjarráðs.
Hafnarstjórn mun skoða hvort forsendur áætlunarinnar hafi breyst þegar kemur fram á árið með endurskoðun á áætluninni i huga. Áætluninni er vísað til bæjarráðs.