Hafnarstjórn
156. fundur
10. nóvember 2015 kl. 16:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna hafna
Umfjöllun um drög að stefnu Fjarðabyggðarhafna í umhverfi. heilsu og öryggi. Drögin voru áður til umfjöllunar á fundi hafnarstjórnar 25. ágúst sl. Þennan fundarlið sat verkefnisstjóri atvinnu- og þróunarmála Fjarðabyggðar.
Hafnarstjórn samþykkir stefnuna og felur framkvæmdastjóra gera nokkrar minni háttar lagfæringar.
Hafnarstjórn samþykkir stefnuna og felur framkvæmdastjóra gera nokkrar minni háttar lagfæringar.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 378 dags. 23. október 2015. Lögð fram til kynningar.
3.
Fundargerðir CI á árinu 2015
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 19. ágúst 2015 lögð fram til kynningar.
4.
Aðalfundur Fiskmarkaður Austurlands 2015
Fundargerð aðalfundar Fiskmarkað Austurlands dags. 22. október 2015 ásamt ársreikningi félagsins lögð fram til kynningar.
5.
Ósk um að gerður verði rampur fyrir neðan húsnæði Sjósportsklúbbs Austurlands
Bréf frá Sjósportklúbbi Austurlands dags. 17. ágúst sl. og var frestað á fundi hafnarstjórnar þann 6. október 2015. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við bréfritara, en hafnarstjórn er hins vegar ekki mótfallin að klúbburinn komi sér upp aðstöðu á svæðinu en skal það þá gert í samráði við framkvæmdastjóra.
6.
Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
Erindi frá Umhverfisstofnun dags.29. júní 2015 þar sem minnt er á að komð er að endurskoðun áætlunar um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum og að taka þurfi tillit til nýrra laga frá 2014 vegna gjaldtöku fyrir móttöku úrgangs.
Fyrir fundinum láu drög að endurskoðum áætlunum fyrir hafnirnar í Fjarðabyggð, Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð.
Hafnarstjórn samþykkir áætlanirnar.
Fyrir fundinum láu drög að endurskoðum áætlunum fyrir hafnirnar í Fjarðabyggð, Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð.
Hafnarstjórn samþykkir áætlanirnar.
7.
Verkefnastjóri í atvinnumálum í Fjarðabyggð
Vísað frá bæjarráði til kynningar í hafnarstjórn.
Stjórnkerfisnefnd vinnur enn að endurskoðun skipurits og ljóst að það verkefni mun taka einhvern tíma til viðbótar. Bæjarráð, sem starfar einnig sem stjórnkerfisnefnd, er sammála um að starf á vettvangi atvinnuþróunar og tengdra verkefna sé mjög mikilvægt fyrir sveitarfélagið þó starfið kunni að þróast frekar. Þá hafi núverandi fyrirkomulag gengið vel og því sé tímabært að eyða óvissu um framtíð starfsins og auglýsa það.
Stjórnkerfisnefnd vinnur enn að endurskoðun skipurits og ljóst að það verkefni mun taka einhvern tíma til viðbótar. Bæjarráð, sem starfar einnig sem stjórnkerfisnefnd, er sammála um að starf á vettvangi atvinnuþróunar og tengdra verkefna sé mjög mikilvægt fyrir sveitarfélagið þó starfið kunni að þróast frekar. Þá hafi núverandi fyrirkomulag gengið vel og því sé tímabært að eyða óvissu um framtíð starfsins og auglýsa það.
8.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2016 ásamt langtímaáætlun
Farið yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir 2016, en bæjarstjórn hefur tekið hana til fyrri umræðu á fundi sínum þann 29. október s.l.
9.
Kynning á Bláfánaverkefni Landverndar
Fyrir fundinum liggur minnisblað verkefnisstjóra í atvinnumálum dags. 26. október 2015 vegna Bláfánaverkefnis Landverndar. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.
10.
Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði
Lögð fram drög að samningi um uppdælingu á efni í fyllingu á svæði utan fiskimjölsverksmiðju á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
11.
Umsókn um styrk til endurgerðar sjóhússbryggjunnar við Kaupvang - Fáskrúðsfirði
Erindi frá Birnu Baldursdóttur og Bæring Bjarna Jónssyni þar sem óskað er eftir styrk til endurgerðar sjóhúsbryggju við Kaupvang, Hafnargötu 15 Fáskrúðsfirði.
Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk til endurgerðar á bryggjunni í samræmi við reglur hafnarstjórnar um endurgerð gamalla bryggja.
Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk til endurgerðar á bryggjunni í samræmi við reglur hafnarstjórnar um endurgerð gamalla bryggja.
12.
Uppbygging sýningarsvæðis í útbæ Eskifjarðar
Erindi frá Sjóminjasafni Austurlands dags. 5. nóvember 2015 þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnarsjóði Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk til undirbúnings- og hugmyndavinnu á árinu 2016 en óskar eftir að lögð verði fram kostnaðaráætlun fyrir þá vinnu áður en endanleg upphæð verður ákveðin.
13.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í ljósi umræðu á fundinum.