Fara í efni

Hafnarstjórn

157. fundur
8. desember 2015 kl. 16:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1411075
Þennan lið sat Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og fór yfir málefni tengd "Fjarðabyggð til framtíðar" sem lítur að starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
Málsnúmer 1501066
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 379 dags. 16. nóvember 2015 lögð fram til kynningar.
3.
Fundargerðir CI á árinu 2015
Málsnúmer 1501065
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 6. nóvember 2015 lögð fram.
Hafnarstjórn ræddi þátttöku á sölusýningum næsta árs og samþykkir þátttöku í sýningu í Fort Lauderdale 14. til 17. mars 2016, einnig samþykkir hafnarstjórn að senda fulltrúa á sölusýningu skemmtiferðaskipa 21. til 23. september 2016.
Þá var rædd fyrirhuguð endurnýjun á bæklingi Cruise Iceland og hugmyndir um gjald fyrir þátttöku í bæklingnum og sölu auglýsinga. Fjarðabyggðarhafnir verða með í bæklingnum.
4.
Þátttaka á sölusýningu skemmtiferðaskipa í Fort Lauderdale 14. til 17 mars 2016
Málsnúmer 1511123
Erindi frá Cruise Iceland dags. 23. nóvember 2015 þar sem boðin er þátttaka á sölusýningu skemmtiferðaskipa í Fort Lauderdale dagana 14. til 17. mars 2016 með sameiginlegum fulltrúa. Sjá bókun í liðnum hér á undan.
5.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Málsnúmer 1503148
Fundargerð dags. 11. nóvember 2015 frá opnun tilboða í smíði þjónustuhúss á Stöðvarfirði ásamt minnisblaði vegna málsins. Í verkið barst eitt tilboð og var það frá Launafli ehf. Hljóðaði það upp á 19,7 millj.kr. eða 204% af kostnaðaráætlun sem var 9,6 millj. kr. Hafnarstjórn staðfestir höfnun á innkomnu tilboði í gerð þjónustuhúss. Framkvæmdastjóra er falið að finna úrlaus vegna byggingu hússins um leið og biðtími er liðinn.
6.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211017
Fundargerð frá opnun tilboða í fyllingu, grjótvörn og lagnir á Stöðvarfirði dags. 1. desember 2015. Í verkið bárust þrjú tilboð og voru þau frá Þ.S verktökum ehf., Ylur ehf/Jónsmenn ehf. og Héraðsverki ehf. Lægst tilboð átti Héraðsverk ehf að upphæð 37 millj.kr.eða 68,2% af kostnaðaráætlun sem var 54,2 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðandi.
7.
Svæði til geymslu tómra og fullra gastanka
Málsnúmer 1111103
Fundargerð frá fundi þann 16. nóvember sl. þar sem fjallað var um geymslusvæði fyrir færanlega gastanka út á Mjóeyrarhöfn. Fundargerðin kynnt og farið var yfir málið.
8.
Tjón á Norðfirði - Scombrus siglir á tunnu á skjólgarði
Málsnúmer 1511125
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir tjóni sem varð á tunnu á enda grjótvarnargarðs þegar siglt var utan í hana þann 12. nóvember sl. en málið er í skoðun hjá hönnuði.
9.
Umsókn um byggingarlóð - Hraun 8
Málsnúmer 1511112
Lóðarumsókn frá Olíuverslun Íslands dags. 19. nóvember 2015 þar sem sótt er um lóð nr. 8 að Hrauni undir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti.
Fyrir liggur jákvæða umsögn Alcoa sem skv. samningi þar um hefur umsagnarrétt um úthlutanir lóða að Hrauni.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti.
10.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir capt. Grinchenko Gennady á Marmakira
Málsnúmer 1511114
Erindi frá Thor Ship dags. 20. nóvember 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Grinchenko Gennady skipstjóra á Marmakira að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Grinchenko Gennady skipstjóra á Marmakira.