Fara í efni

Hafnarstjórn

159. fundur
9. febrúar 2016 kl. 16:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Málsnúmer 1601010
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 381 dags. 18. janúar 2016 lögð fram til kynningar.
2.
730 Hraun 6 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1412124
Gámaþjónusta Austurlands - Sjónarás ehf sótti um lóð nr. 6 við Hraun þann 18. desember 2014 og er umsóknin fallin úr gildi í dag. Nú hafa þeir óskað eftir vegna aðstæðna að hafa forgang að lóðinni fram undir árslok 2016.
Hafnarsstjórn mælir með að við beiðninni verði orðið en komi umsókn í lóðina á tímabilinu verði Gámaþjónusta Austurlands - Sjónarás að svara strax eða innan viku hvort þeir hyggist taka lóðina.
3.
Aðalfundur Cruise Europe 31.maí til 2. júní 2016
Málsnúmer 1602007
Aðalfundur Cruise Europe 31. maí til 2. júní 2016 haldinn í Írlandi.
Hafnarstjórn samþykkir að framkvæmdastjóri fari á aðalfundinn.
4.
Fyrirhuguð bygging frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1505078
Kynntar hugmyndir af bryggju á Fáskrúðsfirði, sem eru í vinnslu hjá siglingasviði Vegagerðarinnar.
5.
Óveðurstjón í desember 2015
Málsnúmer 1512096
Farið yfir stöðu mála varðandi samantekt á tjónum sem urðu í lok árs 2015.
6.
Samningur um þjónustu við Hafnarsjóð Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1602038
Farið yfir málefni skipulagsbreytinga í tengslum við "Fjarðabyggð til framtíðar" og samþykktar hafa verið í bæjarstjórn og gerð samnings milli hafnasjóðs og Fjarðabyggðar í kjölfar þess. Fyrir fundinum lágu drög að samkomulagi. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningnum og undirrita hann.
7.
Svæði til geymslu tómra og fullra gastanka
Málsnúmer 1111103
Farið yfir málefni geymslusvæðis flutningsgeyma fyrir gas. Staðsetningu þess og aðgerðir sem fara þarf í.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og ljúka því.
8.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Málsnúmer 1210103
Farið yfir málið og vinnuskjal (trúnaðarmál) sem lá fyrir fundinum.
Hafnarstjórn samþykkti að fela framkvæmdastjóra hafnanna í samvinnu við bæjarstjóra að vinna málið áfram.
9.
Tjón á Norðfirði - Scombrus siglir á tunnu á skjólgarði
Málsnúmer 1511125
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála og fór yfir minnisblað vegan tjónsins frá siglingasviði Vegagerðarinnar og greindi frá fundi með fulltrúum tryggingafélaga skipsins þann 2. febrúar sl.