Hafnarstjórn
160. fundur
4. mars 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 382 dags. 24. febrúar 2016 lögð fram til kynningar.
2.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir capt. Sergey Kurevlev
Erindi frá Thor Ship dags. 12. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Sergey Kurevlev skipstjóra á Mv Marmakira að og frá Mjóeyrarhöfn.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Sergey Kurevlev skipstjóra á Mv. Marmakira.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Sergey Kurevlev skipstjóra á Mv. Marmakira.
3.
Eskifjörður - Rampur fyrir smábáta
Erindi frá Gísla Benediktssyni dags. 6. febrúar þar sem spurst er fyrir um endurbætur á upptökurampi fyrir smábáta á Eskifirði. Samþykkt að hreinsa og laga rampinn sem fyrst.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs sat þennan dagskrárlið.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs sat þennan dagskrárlið.
4.
Iceland fishing EXPO 2016
Erindi frá Ritsýn sf dags. 11. febrúar sl. þar sem kynnt er fyrirhuguð sjávarútvegssýning sem halda á 28. til 30. september 2016 í Laugardalshöll. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í sýningunni.
5.
Óveðurstjón í desember 2015
Farið yfir samantektir og skýrslur sem liggja fyrir, en ekki eru allar lokaskýrslur komnar í hús.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs sat þennan dagskrárlið.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs sat þennan dagskrárlið.
6.
Tjón á Norðfirði - Scombrus siglir á tunnu á skjólgarði
Unnið er að undirbúningi fyrir viðgerð á tunnunni á Norðfirði sem skemmdist í nóvember sl.
Óskað heimildar til að hefja verkið og láta verktaka byrja viðgerð við fyrsta tækifæri.
Hafnarstjórn samþykkir að veita heimild til að hefja verkið og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Óskað heimildar til að hefja verkið og láta verktaka byrja viðgerð við fyrsta tækifæri.
Hafnarstjórn samþykkir að veita heimild til að hefja verkið og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
7.
Veðurstöðvar á hafnir
Athugun á kostnaði við uppsetningu á veðurathugunarstöð á Mjóeyrarhöfn lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir að setja upp veðurathugunarstöð við Mjóeyrarhöfn. Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga.
8.
Ósk um styrk vegna námskeiðs í staðarleiðsögn.
Erindi frá Austurbrú dags. 11. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir styrk upp á 200.000 kr. til kynningar á staðarleiðsögunámskeiði í Fjarðabyggð.
Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 kr. til kynningar á námskeiðinu.
Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 kr. til kynningar á námskeiðinu.
9.
Fyrirhuguð bygging frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Fyrir fundinum liggur minnisblað dags. 3. mars 2016 frá siglingasviði Vegagerðarinnar varðandi Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði ásamt teikningu. Unnið er að gerð frekari gagna vegna verksins. Óskað er heimildar til að panta það efni sem hafnarsjóður þarf að útvega vegna verksins. Hafnarstjórn samþykkir að heimila efniskaupin. Hafnarstjórn vísar jafnframt framhaldi verksins til endurskoðunar fjárhagsáætlunar í apríl nk.