Hafnarstjórn
161. fundur
29. mars 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Gísli Benediktsson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2016
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 22. janúar 2016 lögð fram til kynningar
2.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Fyrir hafnarstjórn lá fundargerð frá fundi um hafnarmál á Eskifirði þann 26. febrúar 2016.
Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að skoða mögulega útfærslu á hafnaraðstöðu á Eskifirði.
Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að skoða mögulega útfærslu á hafnaraðstöðu á Eskifirði.
3.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Verkefnaáætlun vegna grjót- og flóðavarna á Eskifirði. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað vegna málsins þar sem gert er ráð fyrir að þeir kaflar sem teknir verða fyrir í þessum áfanga vinnist á árinu 2016 og 2017.
Hafnarstjórn samþykkir að hefja vinnu skv. því sem lagt er til í minnisblaðinu.
Hafnarstjórn samþykkir að hefja vinnu skv. því sem lagt er til í minnisblaðinu.
4.
Norðfjörður - Netagerðarbryggja viðgerð skolun undan landvegg
Umræða um viðgerð á netagerðarbryggjunni á Norðfirði. Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur unnið tillögu að viðgerð á bryggjunni.
Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í verðkönnun og viðgerð á bryggjunni.
Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í verðkönnun og viðgerð á bryggjunni.
5.
Umsókn um styrk til menningarstarfssemi
Erindi dags. 10. mars 2016 frá aðstandendum bæjarhátíðar á Stöðvarfirði. Þar sem óskað er eftir styrk til að halda bæjarhátíðina í sumar, en Stöð í Stöð var síðast haldin 2006.
Hafnarstjórn frestar málinu til næsta fundar.
Hafnarstjórn frestar málinu til næsta fundar.
6.
Gerð viðbragðsáætlunar vegna bráðamengunar í höfnum
Erindi frá Umhverfisstofnun dags. 31. ágúst 2015 þar sem bent er á að höfnum beri að skila inn viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar. Fyrir fundinum liggja drög að viðbragðsáætun fyrir Fjarðabyggðarhafnir og samþykkir hafnarstjórn drögin og vísar til staðfestingar bæjarráðs.