Hafnarstjórn
162. fundur
27. apríl 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gísli Benediktsson Varamaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 383 dags. 1. apríl 2016 lögð fram til kynningar.
2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 19. apríl 2016 þar sem lagður er fram ársreikningur hafnasambandsins fyrir árið 2015 til kynningar. Athugasemdafrestur er til 12. maí 2016. Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.
3.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn á Akureyri 27. maí 2016
Boð á aðalfund Cruise Iceland þann 27. maí nk. á Akureyri. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera fulltrúi Fjarðabyggðarhafna á fundinum.
4.
Ljósmál - heimildamynd um sögu vita á Íslandi
Erindi frá Dúa Landmark dags. 23. mars 2016 þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnarsjóð Fjarðabyggðar vegna gerðar heimildamyndar um vita á Íslandi. Hafnarstjórn hafnar erindinu.
5.
Sjávarútvegsskóli Austurlands 2016
Erindi frá Háskólanum á Akureyri dags. 31. mars 2016 vegna styrkumsóknar fyrir Sjávarútvegsskólann 2016, en óskað er eftir 500 þ.kr. framlagi líkt og á síðasta ári. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
6.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu Samskip Hoffell 1. apríl 2016
Erindi frá Samskip dags. 1. apríl 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Artem Chaykov skipstjóra á Samskip Hoffelli.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Artem Chaykov skipstjóra á Samskip Hoffelli.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Artem Chaykov skipstjóra á Samskip Hoffelli.
7.
Umsókn um undanþágur frá lóðsskyldu fyrir Capt. Akobiy Volodymyr Mv Marmaui
Erindi frá Thor Shipping dags. 15.apríl 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Akobiy Volodymyr skipstjóra á Mv. Marmaui að og frá Mjóeyrarhöfn.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Akobiy Volodymyr skipstjóra á Mv. Marmaui
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Akobiy Volodymyr skipstjóra á Mv. Marmaui
8.
Aðgengið að ós við Norfjarðará
Erindi frá Kristni V. Jóhannssyni dags. 6. apríl 2016 þar sem verið er að óska eftir að hlið og skilti sem sett hefur verið á akstursleiðina út á eyrina utan við flugvöllinn verði fjarlægt hið fyrsta.
Hafnarstjórn fer ekki með málefni flugvallarins og vísar því málinu til umfjöllunar og afgreiðslu hjá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Hafnarstjórn fer ekki með málefni flugvallarins og vísar því málinu til umfjöllunar og afgreiðslu hjá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
9.
Beini um styrk vegna efniskaupa í bryggju.
Erindi frá Björgunarsveitinni Gerpi dags. 22. apríl 2016 þar sem óskað er eftir styrk til efniskaupa í smíði bryggju við björgunarsveitarhús félagsins á Norðfirði.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en fer fram á sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir bryggjuna.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en fer fram á sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir bryggjuna.
10.
Mjóifjörður - Sigling skemmtiferðarskipa um fjörðinn
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir máli er varðar siglingu lítilla skemmtiferðaskipa, leiðangursskipa, inn í Mjóafjörð og umræðu sem er að fara í gang vegna siglinga slíkra skipa um fáfarna firði og eyðifirði.
11.
Umsókn um styrk til Stöð í stöð
Erindi frá aðstandendum bæjarhátíðar á Stöðvarfirði dags. 10. mars 2016. Málið tekið fyrir á síðasta fundi hafnarstjórnar en ákvörðun frestað til næsta fundar. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk til bæjarhátíðarinnar upp á 200.000 kr. Framkvæmdastjóra falið að ræða breytt fyrirkomulag styrkveitinga hafnarsjóðs til bæjarhátíða við viðkomandi sviðsstjóra.
12.
638.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018
Framlögð til umsagnar þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun 2015 til 2018. Lagt er til að á árunum 2015 -2018 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við eftirfarandi verkefnaáætlun sem er hluti af og innan ramma samgönguáætlunar fyrir árin 2011 - 2022 þar sem mörkuð er stefna og markmið sett fyrir allar greinar samgangna á gildistíma áætlunarinnar.
Hafnarstjórn fagnar því að í tillögunni er gert ráð fyrir auknu fjármagni til hafnamála á næstu árum en telur þó að meira þurfi að koma til miðað við framkvæmdaþörf á höfnum landsins. Hafnarstjórn telur einnig að nauðsynlegt sé að auka fjármagn til sjóvarna af fenginni reynslu í óveðri því sem gekk yfir Austurland í lok síðasta árs og þeirri staðreynd að brýnt er að verja meiru fé til þessara varna til að minnka líkur á frekara tjóni í náinni framtíð. Hafnarstjórn bendir á í því sambandi umsóknir sem Fjarðabyggðarhafnir sendu inn í mars 2015, þegar unnið var að gerð samgönguáætlunar 2015 til 2018, vegna sjóvarna á Eskifirði og Norðfirði og ljóst að brýn nauðsyn sé á að endurskoða framlög til þeirra. Framkvæmdastjóra falið að veita umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.
Hafnarstjórn fagnar því að í tillögunni er gert ráð fyrir auknu fjármagni til hafnamála á næstu árum en telur þó að meira þurfi að koma til miðað við framkvæmdaþörf á höfnum landsins. Hafnarstjórn telur einnig að nauðsynlegt sé að auka fjármagn til sjóvarna af fenginni reynslu í óveðri því sem gekk yfir Austurland í lok síðasta árs og þeirri staðreynd að brýnt er að verja meiru fé til þessara varna til að minnka líkur á frekara tjóni í náinni framtíð. Hafnarstjórn bendir á í því sambandi umsóknir sem Fjarðabyggðarhafnir sendu inn í mars 2015, þegar unnið var að gerð samgönguáætlunar 2015 til 2018, vegna sjóvarna á Eskifirði og Norðfirði og ljóst að brýn nauðsyn sé á að endurskoða framlög til þeirra. Framkvæmdastjóra falið að veita umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.
13.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Farið yfir mál sem framkvæmdastjóra var falið að vinna áfram skv. vinnuskjali á fundi hafnarstjórnar 9. febrúar.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
14.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2016 ásamt langtímaáætlun
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu fyrstu þriggja mánaða ársins 2016, trúnarðamál. Kynnt.