Hafnarstjórn
163. fundur
19. maí 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gísli Benediktsson Varamaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 384 dags. 29. apríl 2016 lögð fram til kynningar.
2.
Boðun á hafnarsambandsþing 13. - 14. október 2016 á Ísafirði
Boðun á hafnasambandsþing 13. til 14. október 2016 á Ísafirði.
Hafnarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir að aðalmenn fari á hafnasambandsþingið.
Hafnarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir að aðalmenn fari á hafnasambandsþingið.
3.
Framkvæmdir við hafnir og hlutverk Samgöngustofu
Erindi frá Hafnarsambandinu dags. 4. maí 2016 þar sem kynnt er erindi sem því barst frá Samgöngustofu er varðar framkvæmdir við hafnir og hlutverk Samgöngustofu. Lagt fram til kynningar.
4.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Ævar yfirgaf fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram drög að verksamningi vegna smíði þjónustuhúss við smábátahöfnina á Stöðvarfirði. Samningsupphæð er 9.632.040 kr. og skal verki lokið 31. ágúst 2016.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum.
Ævar kom að nýju inn á fundinn.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum.
Ævar kom að nýju inn á fundinn.
5.
Beiðni um styrk vegna efniskaupa.
Tekið fyrir erindi Björgunarsveitarinnar Gerpis sem frestað var á síðasta fundi þar sem óskað var eftir styrk til efniskaupa í bryggju við björgunarsveitarhúsið.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja sveitina um efniskostnað allt að 8 millj.kr. og greiðist framlagið eftir framvindu verks og framlögðum efniskaupareikningum. Tekið af liðnum óráðstafað.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja sveitina um efniskostnað allt að 8 millj.kr. og greiðist framlagið eftir framvindu verks og framlögðum efniskaupareikningum. Tekið af liðnum óráðstafað.