Fara í efni

Hafnarstjórn

167. fundur
13. september 2016 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fiskmarkaður Austurlands - Ársreikningur 2015
Málsnúmer 1609022
Ársreikningur 2015 fyrir Fiskmarkaðs Austurlands lagður fram til kynningar.
2.
Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði
Málsnúmer 1503131
Fundargerð dags. 13. september 2016 frá opnun tilboða í rekstur stálþils á Norðfirði. Fjögur tilboð bárust og átti Trévangur lægsta boð upp á 27,5 m.kr. eða 92,6% af kostnaðaráætlun sem var 29,7 m.kr.
Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
3.
Gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1608072
Umfjöllun um endurskoðaða gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2017. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurskoðun gjaldskrár en gjaldskráin hækkar miðað við byggingavísitölu síðustu 12 mánaða og vísar henni til staðfestingar í bæjarráði.
4.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1605165
Undirbúningur fjárhagsáætlunarvinnu Hafnarsjóð Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 ásamt gjaldskrá og langtímaáætlun. Hafnarstjórn samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs.