Hafnarstjórn
326. fundur
13. maí 2025 kl. 12:00 - 12:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Vísað frá bæjarráði til kynningar samþykktri tillögu að skipulagi við vinnu fjárhagsáætlunar 2026 ásamt dagsetningum í ferlinu.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lagðar fram til afgreiðslu niðurstöður útboðs í framkvæmdina Leirubakki gatnagerð og veitulagnir. Hafnarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við læstbjóðanda og felur stjórnanda Fjarðabyggðarhafna og hafnarstjóra að annast frágang og undirritun samnings.
3.
Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar
Lagðar fram til afgreiðslu tillögur Loðnuvinnslunnar að færslu mjöldragara fyrirtækisins. Hafnarstjórn samþykkir færslu mjöldragara og mjölkrana á Ytri löndunarbryggju að því gefnu að tryggt verði að undirstöður verði sjálfstæðar og tengist ekki burðarvirki bryggjunnar. Framkvæmdaraðili skal tryggja öryggi vinnusvæðis á meðan á framkvæmdum stendur og frágang bryggju að verki loknu.
4.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Vísað frá bæjarráði til samþykktar. Lögð fram gögn varðandi kaup Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar á fasteigninni að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði, fasteignanúmer F2177464. Bæjarráð samþykkti kaupin fyrir sitt leyti á 894. fundi. Hafnarstjórn samþykkir kaupin fyrir sitt leyti og felur hafnarstjóra frágang þeirra og yfirferð fjármögnunar.
5.
Beiðni um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadaginn 2025
Beiðni um styrk frá Sjómannadagsráði Eskifjarðar vegna dagskrár Sjómannadagsins á Eskifirði 2025. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.
6.
Umsókn um styrk til Stöð í Stöð 2025
Umsókn um styrk fyrir bæjarhátíðina Stöð í Stöð 2025. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
7.
Hafnafundur 2025
Hafnasamband Íslands hefur boðað til 12. hafnafundar sem haldinn verður á Ólafsvík 23. október n.k. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.
8.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2024
Lögð fram til kynningar drög ársreiknings Hafnasambands Íslands 2024. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin.
9.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025
Lögð fram til kynningar fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.