Fara í efni

Hafnarstjórn

331. fundur
6. október 2025 kl. 16:30 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir stjórnandi
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2026
Málsnúmer 2505143
Áframhaldandi umræða um starfs og fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Hafnarstjóra og stjórnanda falið að vinna áfram að fjárhagsáætlun á grundvelli gagna sem lögð voru fram.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2026
Málsnúmer 2508188
Drög að gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2026 lögð fram til samþykkis. Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög að gjaldskrá með breytingum eftir umræður á fundinum.
3.
Umsókn um styrki til menningarmála hljómsveitin Rown
Málsnúmer 2509147
Ósk um styrk frá Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn þakkar erindið en vísar því til afgreiðslu Menningarstofu.
4.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025
Málsnúmer 2502023
Fundargerð 475. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.