Hafnarstjórn
68. fundur
9. mars 2010 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir CI á árinu 2010
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 3. febrúar 2010Til kynningar.
2.
325. og 326. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 325. og 326. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.Fundargerðirnar kynntar.
3.
Bráðabirgðalöggilding vigtarmanna
<DIV&gt;Kynnt bréf til Hafnasambands Íslands með svari Neytendastofu um endurmenntun vigtarmanna.</DIV&gt;
4.
Aðgangur tollyfirvalda að eftirlitsmyndavélum
<DIV&gt;Bréf frá Tollstjóranum í Reykjavík þar sem óskað er eftir aðgangi að eftirlitsmyndavélum Mjóeyrarhafnar í þágu lögbundins eftirlits samkvæmt tollalögum.Fyrir fundinum lágu drög að svarbréfi þar sem sett eru fram skilyrði fyrir samþykki hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina með framkomnum skilyrðum og fyrirvara um staðfestingu eftirlitsaðila Siglingastofnunar um framkvæmd hafnarverndar.</DIV&gt;
5.
Endurbygging Barksins
<DIV&gt;Fundargerð frá opnun tilboða í endurgerð Barksins á Reyðarfirði. Fjögur tilboð bárust og átti Nestak ehf lægsta tilboðið 6.989.500 kr. eða 88,5% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.</DIV&gt;
6.
Þátttaka í Seatrade Med í Cannes
<DIV&gt;Boð um þátttöku á sölusýningu skemmtiferðaskipa Seatrade Med í Cannes í haust. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á sölusýninguna.</DIV&gt;
7.
Siglingavernd - Mjóeyrarhöfn
<DIV&gt;Ósk um heimild til að kaupa hliðbómur fyrir hlið Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir kaupin.</DIV&gt;
8.
Smábátahöfn Stöðvarfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Minnisblað vegna endurbóta í smábátahöfnunum á Norðfirði, Stöðvarfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Hafnarstjórn samþykkir heimild til framkvæmdastjóra til að leita verða í flotbryggjur samkvæmt minnisblaði.</DIV&gt;</DIV&gt;
9.
Starfsmannamál hafnanna
<DIV&gt;Fyrir fundinum lá greinargerð vegna ráðningar öryggisvarðar við Mjóeyrarhöfn.Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá ráðningu.</DIV&gt;
10.
Stöðvarfjörður löndunarkrani
<DIV&gt;Fulltrúi frá Fiskmarkaði Austurlands hafa óskað eftir að gamli löndunarkraninn á Stöðvarfirði verði fluttur inn á Nýja garð til að auka afköst við löndun smábáta þar í sumar.Hafnarstjórn samþykkir að setja upp krana innan við núverandi krana og heimild veitt til að kaupa nýjan krana.</DIV&gt;