Fara í efni

Hafnarstjórn

69. fundur
13. apríl 2010 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 327. og ársreikningur
Málsnúmer 1003104
<DIV>Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 327 ásamt ársreikningi 2009.  Kynnt.</DIV>
2.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn á Djúpavogi 20. maí 2010.
Málsnúmer 1003135
<DIV>Málið kynnt.</DIV>
3.
Seatrade Miami - sýning
Málsnúmer 0911054
<DIV>Fyrir fundinum lá minnisblað vegna ferðar á sölusýningu fyrir skemmtiferðaskip á Miami nú í mars. Hildigunnur og Sævar gerðu grein fyrir ferðinni.</DIV>
4.
Starfsmannamál hafnanna
Málsnúmer 1002012
<DIV>Framkvæmdsstjóri fór yfir stöðu máls. Auglýst hefur verið ítrekað eftir vélstjóra án árangurs, en síðast rann auglýsingafrestur út 6. apríl sl. Hafnarstjórn samþykkti að fela framkvæmdastjóra að auglýsa eftir hafnarstarfsmanni.</DIV>
5.
Löndunarlögn við Síldarvinnsluna í Neskaupstað
Málsnúmer 1004004
<DIV>Hafnarstjórn samþykkir að heimila uppsetningu löndunarlagnar framan við fiskiðjuver Síldarvinnslunnar á Norðfirði.  Hafnarstjórn leggur áherslu að uppsetning lagnarinnar hindri eðlilega umferð á hafnarsvæðinu í eins litlum mæli og unnt er.  Framkvæmdastjóra falið að fylgjast með framkvæmd verksins.</DIV>
6.
Stöðvarfjörður löndunarkrani
Málsnúmer 1003008
<DIV><DIV>Fyrir fundinum lá minnisblað frá framkvæmdastjóra. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa krana í samræmi við umræðu á fundinum.</DIV></DIV>
7.
Smábátahöfn Stöðvarfirði
Málsnúmer 0910145
<DIV>Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna verðkönnunar í flotbryggjur fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G. Skúlason ehf.</DIV>