Fara í efni

Hafnarstjórn

70. fundur
18. maí 2010 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn á Djúpavogi 20. maí 2010.
Málsnúmer 1003135
<DIV>Hafnarstjórn fól framkvæmdastjóra að vera fulltrúi á fundinum ásamt ferða og menningamálafullrtúa.  Sævar Guðjónsson verður til vara.</DIV>
2.
Könnun meðal farþega og áhafna skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005087
Kynntar samandregnar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal farþega og áhafna á skemmtiferðaskipum sumarið 2009.
3.
Dæluhýsi og sjólögn
Málsnúmer 1004099
<DIV>Erindi varðandi sjókælilögn fyrir álverið til afgreiðslu og umfjöllunar hjá Umhverfis og skipulagsnefnd. Kynnt.</DIV>
4.
Framkvæmd við lengingu olíubyggju Norðfirði
Málsnúmer 0905161
<DIV>Fyrir fundinum láu fundargerðir frá opnun verðkönnunar í ljósamasturshús og lagnir annars vegar og hins vegar frá opnun verðkönnunar í raflagnir og lýsingu á olíukantinum á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur.</DIV>
5.
Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014
Málsnúmer 1004096
<DIV>Bréf frá Siglingastofnun um umsóknir um ríkisframlög til framkvæmda á næsta samgönguáætlunartímabili sem er 2011 til 2014. Lagt fram til kynningar.</DIV>
6.
Áfamhaldandi framkvæmdir við klæðningu á Gamla garðinn á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1002079
<DIV>Svarbréf Siglingastofnunar dags. 26. mars 2010 við bréfum Fjarðabyggðarhafna þar sem óskað er eftir þátttöku ríkisins í endurbótum á ferjubryggju á Norðfirði og endurbótum á gamla garðinum á Stöðvarfirði. Fjallað var um málið á fundi hafnarstjórnar 9. febrúar 2010. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að sjá til þess að framlag ríkisins til endurbóta á gamla garðinum á Stöðvarfirði verði nýtt.  Í því sambandi samþykkir hafnarstjórn að leggja fram mótframlag.</DIV>
7.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV><DIV><DIV>Svarbréf Siglingastofnunar dags. 26. mars 2010 við bréfum Fjarðabyggðarhafna þar sem óskað er eftir þátttöku ríkisins í endurbótum á ferjubryggju á Norðfirði og endurbótum á gamla garðinum á Stöðvarfirði. Fjallað var um málið á fundi hafnarstjórnar 9. febrúar 2010. Hafnarstjórn sættir sig við þá niðurstöðu sem fram kemur um fjárveitingar til ferjubryggja í bréfinu en erindi hafnarstjórnar er þar hafnað.</DIV><DIV>Fyrir fundinum lá kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar á bæjarbryggjunnar á Norðfirði.  Hún yfirfarin og kynnt og vísað til nýrrar hafnarstjórnar.</DIV><DIV>Til viðbótar samþykkir hafnarstjórn að fela framkvæmdastjóra að hefja undirbúning að því að fjarlægja gömlu SÚN-bryggjuna og því verki verði lokið á árinu.</DIV></DIV></DIV>
8.
Starfsmannamál hafnanna
Málsnúmer 1002012
<DIV>Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir umsóknum sem bárust í starf hafnarvarðar með meginstarfsstöð á Norðfirði. Sjö umsóknir bárust í starfið. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá ráðningu.</DIV>
9.
Viðfangsefni í umfjöllun hjá Hafnarstjórn í maí 2010
Málsnúmer 1005088
Farið yfir helstu málefni sem eru í umfjöllun hjá hafnarstjórn við upphaf nýs kjörtímabils.