Fara í efni

Hafnarstjórn

71. fundur
6. júlí 2010 kl. 17:00 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 4
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Vinnureglur hafnarstjórnar vegna funda júlí 2010
Málsnúmer 1006307
<DIV>Hafnarstjórn fór yfir drög að vinnureglum fyrir fundi sína.  Vinnureglurnar samþykktar samhljóða.</DIV>
2.
Viðfangsefni í umfjöllun hjá Hafnarstjórn í maí 2010
Málsnúmer 1005088
Farið yfir helstu viðfangsefni í umfjöllun síðustu hafnarstjórnar.
3.
M/V El Bravo - undanþága frá hafnsöguskyldu
Málsnúmer 1004105
<DIV><DIV>Erindi frá Samskipum dags. 15. apríl 2010 þar sem farið er fram á undanþágu frá hafnsöguskyldu og byggir erindið á heimild í hafnarreglugerð Fjarðabyggðar, ásamt svari hafanrinnar við erindinu. Hafnarstjórn staðfestir undanþáguna.</DIV></DIV>
4.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
<DIV>Lögð fram drög að samningi við Björn Inga Knútsson vegna greiningavinnu fyrir undirbúning komu skemmtiferðaskipa til Eskifjarðar. Hafnarstjórn samþykkir drögin samhljóða og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningnum.</DIV>
5.
Þátttaka í Seatrade Med í Cannes
Málsnúmer 1002109
<DIV><DIV>Hafnarstjórn ákvað að fulltrúi hafnarinnar á Seatrade Med í Cannes, sölusýningu skemmtiferðaskipa, verði Hildigunnur Jörundsdóttir ferða og menningamálafulltrúi.</DIV></DIV>
6.
Rannsóknarverkefni um sjóflutninga
Málsnúmer 0909021
<DIV><DIV>Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu en fyrir fundinum lá skýrsla frá starfshópnum sem er að vinna í málinu undir stjórn Transportutvikling AS. Hafnarstjórn harmar að verkefnið komist ekki lengra að svo stöddu.  Kynnt.</DIV></DIV>
7.
Mat á hagkvæmni strandflutninga á Íslandi
Málsnúmer 1006090
<DIV>Skýrsla starfshóps sem kannaði mat á hagkvæmni strandflutninga sem kom út 25.maí 2010 kynnt.</DIV>
8.
Sýningin "flutningar 2010"
Málsnúmer 1006037
<DIV><DIV>Kynnt erindi frá Ólafi Jóhannessyni framkvæmdastjóra sýningarinnar Flutningar 2010 móttekið 2. júní 2010. Þar sem verið er að bjóða Fjarðabyggðarhöfnum að taka þátt í sýninu sem haldi verður 7 og 8. október 2010. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna í málinu.</DIV></DIV>
9.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV><DIV>Hugmyndir um endurbyggingu bæjarbryggjunnar á Norðfirði, frumkostnaðaráætlun frá Siglingastofnun dags. 9. mars 2010. Vísað til nýrrar hafnarstjórnar frá síðasta fundi hafnarstjórnar 18. maí 2010. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að koma með hugmyndir að frágangi.</DIV></DIV>
10.
Smábátahöfn Reyðarfirði
Málsnúmer 1001100
<DIV><DIV>Fundargerð frá opnun tilboða í stækkun smábátahafnar á Reyðarfirði.  Fimm tilboð bárust og var lægsta boð frá Krana og gröfuleigu Borgþórs ehf. upp á 11.851.150 kr. eða 99% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.</DIV></DIV>
11.
Framtíð og uppbygging Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1005192
<DIV><DIV>Erindi frá stjórn Sjóminjasafns Austurlands dags. 21. maí 2010 er varðar geymsluhúsnæði og framtíð og uppbyggingu safnsins. Vísað til hafnarstjórnar frá bæjarráði 25. maí 2010.  Hafnarstjórn ræddi málið og verður það rætt frekar í vettvangsferð sem stefnt er að að fara í.</DIV></DIV>
12.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn á Djúpavogi 20. maí 2010.
Málsnúmer 1003135
<DIV><DIV>Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland dags. 20. maí 2010. Kynnt.</DIV></DIV>