Hafnarstjórn
71. fundur
6. júlí 2010 kl. 17:00 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 4
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Vinnureglur hafnarstjórnar vegna funda júlí 2010
<DIV&gt;Hafnarstjórn fór yfir drög að vinnureglum fyrir fundi sína.&nbsp;&nbsp;Vinnureglurnar samþykktar samhljóða.</DIV&gt;
2.
Viðfangsefni í umfjöllun hjá Hafnarstjórn í maí 2010
Farið yfir helstu viðfangsefni í umfjöllun síðustu hafnarstjórnar.
3.
M/V El Bravo - undanþága frá hafnsöguskyldu
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi frá Samskipum dags. 15. apríl 2010 þar sem farið er fram á undanþágu frá hafnsöguskyldu og byggir erindið á heimild í hafnarreglugerð Fjarðabyggðar, ásamt svari hafanrinnar við erindinu. Hafnarstjórn staðfestir undanþáguna.</DIV&gt;</DIV&gt;
4.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
<DIV&gt;Lögð fram drög að samningi við Björn Inga Knútsson vegna greiningavinnu fyrir undirbúning komu skemmtiferðaskipa til Eskifjarðar. Hafnarstjórn samþykkir drögin samhljóða og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningnum.</DIV&gt;
5.
Þátttaka í Seatrade Med í Cannes
<DIV&gt;<DIV&gt;Hafnarstjórn ákvað að fulltrúi hafnarinnar á Seatrade Med í Cannes, sölusýningu skemmtiferðaskipa, verði Hildigunnur Jörundsdóttir ferða og menningamálafulltrúi.</DIV&gt;</DIV&gt;
6.
Rannsóknarverkefni um sjóflutninga
<DIV&gt;<DIV&gt;Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu en fyrir fundinum lá skýrsla frá starfshópnum sem er að vinna í málinu undir stjórn Transportutvikling AS. Hafnarstjórn harmar&nbsp;að verkefnið komist ekki lengra að svo stöddu.&nbsp; Kynnt.</DIV&gt;</DIV&gt;
7.
Mat á hagkvæmni strandflutninga á Íslandi
<DIV&gt;Skýrsla starfshóps sem kannaði mat á hagkvæmni strandflutninga sem kom út 25.maí 2010 kynnt.</DIV&gt;
8.
Sýningin "flutningar 2010"
<DIV&gt;<DIV&gt;Kynnt erindi frá Ólafi Jóhannessyni framkvæmdastjóra sýningarinnar Flutningar 2010 móttekið 2. júní 2010. Þar sem verið er að bjóða Fjarðabyggðarhöfnum að taka þátt í sýninu sem haldi verður&nbsp;7 og&nbsp;8. október 2010. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna í málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;
9.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Hugmyndir um endurbyggingu bæjarbryggjunnar á Norðfirði, frumkostnaðaráætlun frá Siglingastofnun dags. 9. mars 2010. Vísað til nýrrar hafnarstjórnar frá síðasta fundi hafnarstjórnar 18. maí 2010. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að koma með hugmyndir að frágangi.</DIV&gt;</DIV&gt;
10.
Smábátahöfn Reyðarfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Fundargerð frá opnun tilboða í stækkun smábátahafnar á Reyðarfirði.&nbsp; Fimm tilboð bárust og var lægsta boð frá Krana og gröfuleigu Borgþórs ehf. upp á&nbsp;11.851.150 kr. eða&nbsp;99% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.</DIV&gt;</DIV&gt;
11.
Framtíð og uppbygging Sjóminjasafns Austurlands
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi frá stjórn Sjóminjasafns Austurlands dags. 21. maí 2010 er varðar geymsluhúsnæði og framtíð og uppbyggingu safnsins. Vísað til hafnarstjórnar frá bæjarráði 25. maí 2010.&nbsp; Hafnarstjórn&nbsp;ræddi málið og verður það rætt frekar í vettvangsferð sem stefnt er að að fara í.</DIV&gt;</DIV&gt;
12.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn á Djúpavogi 20. maí 2010.
<DIV&gt;<DIV&gt;Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland dags. 20. maí 2010. Kynnt.</DIV&gt;</DIV&gt;