Fara í efni

Hafnarstjórn

72. fundur
21. júlí 2010 kl. 16:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerð 330. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands
Málsnúmer 1007171
Fundargerð frá 330. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 28. júní 2010. Kynnt.
2.
Franski spítalinn við Hafnarnes
Málsnúmer 0910066
<DIV><DIV>Óskað er eftir heimild hafnarstjórnar fyrir tímabundinni aðstöðu innst á hafnarsvæðinu við hafskipabryggjuna á Fáskrúðsfirði til að geyma og vinna við Franska spítalann komi til flutnings hans frá Hafnarnesi inn í bæ. Hafnarstjórn samþykkir heimildina fyrir sitt leiti og vísar málinu til byggingafulltrúa.</DIV></DIV>
3.
Frystihúsið á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1007012
<DIV><DIV>Minnisblað frá mannvirkjastjóra og framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna dags. 6. júlí 2010 um niðurrif á frystihúsinu á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn kynnt málið.</DIV></DIV>
4.
Merking safnahússins í Neskaupstað
Málsnúmer 1007086
<DIV><DIV>Erindi frá forstöðumanni Safnastofnunar Fjarðabyggðar dags. 5. júlí 2010, þar sem leitað er eftir heimild eiganda safnahússins á Norðfirði til merkja húsið í samræmi við framlagðar hugmyndir. Einnig er leitað eftir því hvort eigandi hússins geti kostað merkinguna. Hafnarstjórn samþykkir að verða við erindinu.</DIV></DIV>
5.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV>Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og ræða við íbúasamtökin á Norðfirði.</DIV>
6.
Framtíð og uppbygging Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1005192
<DIV><DIV><DIV>Gunnar Jónsson formaður stjórnar Sjóminjasafns Austurlands sat þennan lið fundarins.  Hann fór yfir tildrög erindis frá stjórn Sjóminjasafnsins og vísað var til hafnarstjórnar frá bæjarráði og var frestað á síðasta fundi hafnarstjórnar.  Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og verður málið skoðað frekar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.</DIV><DIV>Gunnari var þökkuð koman.</DIV></DIV></DIV>