Hafnarstjórn
72. fundur
21. júlí 2010 kl. 16:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerð 330. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands
Fundargerð frá 330. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 28. júní 2010. Kynnt.
2.
Franski spítalinn við Hafnarnes
<DIV&gt;<DIV&gt;Óskað er eftir heimild hafnarstjórnar fyrir tímabundinni aðstöðu innst á hafnarsvæðinu við hafskipabryggjuna á Fáskrúðsfirði til að geyma og vinna við Franska spítalann komi til flutnings hans frá Hafnarnesi inn í bæ. Hafnarstjórn samþykkir heimildina fyrir sitt leiti og vísar málinu til byggingafulltrúa.</DIV&gt;</DIV&gt;
3.
Frystihúsið á Stöðvarfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Minnisblað frá mannvirkjastjóra og framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna dags. 6. júlí 2010 um niðurrif á frystihúsinu á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn kynnt málið.</DIV&gt;</DIV&gt;
4.
Merking safnahússins í Neskaupstað
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi frá forstöðumanni Safnastofnunar Fjarðabyggðar dags. 5. júlí 2010, þar sem leitað er eftir heimild eiganda safnahússins á Norðfirði til merkja húsið í samræmi við framlagðar hugmyndir. Einnig er leitað eftir því hvort eigandi hússins geti kostað merkinguna. Hafnarstjórn samþykkir að verða við erindinu.</DIV&gt;</DIV&gt;
5.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
<DIV&gt;Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og ræða við íbúasamtökin á Norðfirði.</DIV&gt;
6.
Framtíð og uppbygging Sjóminjasafns Austurlands
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Gunnar Jónsson formaður stjórnar Sjóminjasafns Austurlands sat þennan lið fundarins.&nbsp; Hann fór yfir tildrög erindis frá stjórn Sjóminjasafnsins og vísað var til hafnarstjórnar frá bæjarráði og var frestað á síðasta fundi hafnarstjórnar.&nbsp; Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og verður málið skoðað frekar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.</DIV&gt;<DIV&gt;Gunnari var þökkuð koman.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;