Fara í efni

Hafnarstjórn

74. fundur
28. september 2010 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
<DIV><DIV><DIV>Til fundarins er mættur Björn Ingi Knútsson. Hafnarstjórn bauð hann velkominn á fundinn.  Björn gerði grein fyrir vinnu sinni við verkefni að undirbúningi fyrir komu skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar.   Birni var síðan þökkuð koman.</DIV></DIV></DIV>
2.
Verðkönnun á rifi og urðun SÚN-bryggjunnar á Norðfirði
Málsnúmer 1009007
<DIV>Kynnt verðkönnun á rifi og urðun á SÚN-bryggjunni á Norðfirði. Fjórir skiluðu inn verðum og var lægsta tilboðið frá Guðröði Hákonarsyni upp á 3.037.500 kr. Hafnarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda.</DIV>
3.
Aðstaða í smábátahöfninni á Norðfirði
Málsnúmer 1008125
<DIV><DIV>Bréf til hafnarstjórnar dags. 25. ágúst 2010 frá Kristni Ívarssyni þar sem óskað er heimildar til að grafa niður festur fyrir bát hans í uppsátrinu við smábátahöfnina á Norðfirði. Í bréfinu er einnig bent á þörf fyrir dýpkun smábátahafnarinnar á Norðfirði.  </DIV><DIV>Hafnarstjórn þakkar bréfritara fyrir erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna málin áfram og skoði festamál við hinar smábátahafnirnar líka.</DIV></DIV>
4.
Merking safnahússins í Norðfirði
Málsnúmer 1007086
<DIV><DIV>Ný útfærsla á merkingu Safnahússins kynnt og afgreiðsla eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á henni á fundi sínum 21. september sl.</DIV></DIV>
5.
Listaverkakaup við höfnina á Reyðarfirði
Málsnúmer 1009038
<DIV>Bréf dags. 3. september 2010 frá Ásdísi Jóhannsdóttur þar sem þess er farið á leit við hafnarstjórn, að hafnarstjórn kaupi listaverk eftir hana til að setja upp við höfnin á Reyðarfirði.  Hafnarstórn þakkar Ásdísi fyrir boðið en telur ekki tímabært að svo stöddu að fara í listaverkakaup við höfnina.</DIV>
6.
Framhald fyrirspurnar frá hafnarstjórnarfundi 21. júlí 2010 um kræklingaeldi innan hafnarsvæði
Málsnúmer 1008076
<DIV><DIV><DIV>Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir athugun sinni á málinu.  Hafnarstjórn bendir á að þar sem leyfi þarf fyrir lögnum kræklingalína verði eigandi línanna að sækja um tilskilin leyfi fyrir staðsetningu þeirra.</DIV></DIV></DIV>
7.
Móttaka skipa á Norðfirði
Málsnúmer 1008103
<DIV><DIV>Erindi frá hafnsögumanni Fjarðabyggðarhafna dags. 21. ágúst 2010 um stærð skipa sem komast inn í Norðfjarðarhöfn.  Hafnarstjórn kynnt málið.</DIV></DIV>
8.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV>Kynnt minnisblað frá fundum með fulltrúum úr stjórn íbúasamtakanna á Norðfirði og hugmyndir sem komu fram á þeim fundum.  Hafnarstjórn þakkar fyrir ábendingarnar og nýjar hugmyndir en ítrekar að hafnarstjórn er að fara í endurgerð á gamalli bryggju og verði unnið deiliskipulag fyrir bryggjusvæðið þar sem að menn geta haft aðkomu að endanlegri mótun svæðisins.</DIV>
9.
Fjárhagsáætlun 2011
Málsnúmer 1009099
<DIV><DIV><DIV>Farið var yfir stöðu framkvæmda ársins 2010 og hafinn undirbúningur að fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2011.  Hafnarstjórn samþykkti að láta steypa landstöpulinn í smábátahöfnina á Reyðarfirði, jafnframt samþykkti hafnarstjórn að heimila framkvæmdastjóra að ganga til samninga um framleiðslu og verð á tveim flotbryggjum og sex fingrum.  Gert er ráð fyrir að þetta rúmist innan núgildandi framkvæmdaáætlunar.  Móttekið bréf frá bæjarráði dags. 24. september 2010 varðandi fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2011.  Umfjöllun um fjárhagsáætlun verður tekið fyrir á sér fundi þriðjudaginn 5. október n.k.</DIV></DIV></DIV>