Hafnarstjórn
77. fundur
27. október 2010 kl. 18:00 - 20:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundarboð Fiskmarkaðs Austurlands 28.október 2010
<DIV&gt;Bréf dags. 15. október 2010 þar sem boðað er til aðalfundar Fiskmarkaðar Austurlands þann 28. október 2010. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera aðalfulltrúi á fundinum og framfylgja ákvörðun hafnarstjórnar varðandi hugsanleg kaup hlutafjár.</DIV&gt;
2.
Fundagerðir CI á árinu 2010
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland 12. október 2010. Kynnt.
3.
Beiðni um undanþágu til að taka lóðs - skipstjóri Mv S.Rafael
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi frá Eimskipafélagi Íslands ehf dags. 14. október 2010 þar sem farið er fram á undanþágu frá hafnsöguskyldu og byggir erindið á heimild í hafnarreglugerð Fjarðabyggðar. Ásamt svari hafnarinnar við erindinu. Hafnarstjórn staðfestir erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;
4.
Óskað eftir leyfi til uppsetningar á nótaleggjara á hafnarkant
<DIV&gt;<DIV&gt;Bréf frá Mannviti f.h. Egersund á Eskifirði dags. 20. október 2010 þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir nótaleggjara á hafnarkantinn við netaverkstæðið. Hafnarstjórn samþykkir að veita heimild fyrir uppsetningu nótaleggjara.</DIV&gt;</DIV&gt;
5.
Íslenska sjávarútvegssýningin 2011
<DIV&gt;Boð um þátttöku á Íslensku sjávarútvegssýningunni 22. til 24. september 2011 sem halda á í Smáranum í Kópavogi. Hafnarstjórn hafnar þátttöku.</DIV&gt;
6.
Ósk um aukningu á framlagi til Sjóminjasafn Austurlands 2010
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi dags. 8. október 2010 frá forstöðumanni Safnastofnunar Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir framlagi til Sjóminjasafns Austurlands á árinu 2011.&nbsp; Hafnarstjórn ákvað að fresta afgreiðslu þessa máls og fjalla um það síðar í tengslum við önnur málefni Sjóminjasafnsins.</DIV&gt;</DIV&gt;
7.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
<DIV&gt;<DIV&gt;Umræða um útvíkkun samnings vegna undirbúnings komu skemmtiferðaskipa til Fjarðarbyggðar. Fyrir fundinum lágu drög að verktakasamningi.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti en vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.</DIV&gt;</DIV&gt;
8.
Fjárhagsáætlun 2011
<DIV&gt;<DIV&gt;Umfjöllun um fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árð 2011. Hafnarstjórn samþykkti drög að fjárhagsáætlun og vísar þeim til bæjarráðs.</DIV&gt;</DIV&gt;