Hafnarstjórn
78. fundur
30. nóvember 2010 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerð 333. fundar Hafnasambands Íslands
<DIV&gt;Fundagerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 333 dags. 5. nóvember 2010. Til kynningar.</DIV&gt;
2.
Endurbygging Barksins
<DIV&gt;Gera þarf upplýsingaskilti við Barkinn þar sem gerð er grein fyrir sögu hans. Framkvæmdastjóri leggur til að menningarmálanefnd verði falið að koma með hugmynd að upplýsingaskilti. Hafnarstjórn samþykkti tillöguna.</DIV&gt;
3.
Mengunarvarnamál
<DIV&gt;Framkvæmdastjóri fór yfir hugmynd um fyrirkomulag mengunarvarna hjá Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Slökkvilið Fjarðabyggðar.</DIV&gt;
4.
Móttaka skipa á Norðfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi frá hafnsögumanni Fjarðabyggðarhafna 20.ágúst 2010 og svar frá Siglingastofnun 17. nóv 2010 varðandi stærð skipa inn í Norðfjarðarhöfn. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við Siglingastofnun um vinnureglur fyrir Norðfjarðahöfn.</DIV&gt;</DIV&gt;
5.
735 Tillaga að frágangi fjöru frá frystihúsbryggju út fyrir sýsluskrifstofu.
<DIV&gt;Fyrir fundinum lá tillaga að grjótvörn og frágangi á fjöru frá frystihúsbryggjunni og út fyrir sýsluskrifstofu á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyriri sitt leiti.</DIV&gt;
6.
Smábátahöfn Stöðvarfirði
<DIV&gt;Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu framkvæmda við smábátahöfnina á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkti að láta breyta legu nýju floteininganna í samræmi við fyrirliggjandi teikningar.</DIV&gt;
7.
Áfamhaldandi framkvæmdir við klæðningu á Gamla garðinn á Stöðvarfirði
<DIV&gt;Kynnt staða undirbúnings teikningar fyrir áframhald vinnu við klæðningu á gamla garðinn á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn sammála um að setja kanttré á restina á gamla garðinum samhliða áður ákveðinni klæðningu á hann.</DIV&gt;
8.
Smábátahöfn Eskifirði
<DIV&gt;Framkvæmdastjóri fór yfir vinnu við endurskipulagningu smábátahafnarinnar á Eskifirði. Hafnarstjórn ákvað að fresta ákvörðun um varanlega staðsetningu olíubryggju.&nbsp; Ákveðið var að framkvæmdastjóri í samvinnu við tæknisvið útfæri hagkvæmustu leið við snúning á núverandi trébryggju.</DIV&gt;
9.
Fjárhagsáætlun 2011
<DIV&gt;Yfirferð yfir fjárhagsáætlun 2011 ásamt gjaldskrá.</DIV&gt;