Fara í efni

Hafnarstjórn

80. fundur
1. febrúar 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Umhverfis- og framkvæmdarmál Fjarðabyggðahafna
Málsnúmer 0904082
<DIV><DIV><DIV>Að ósk hafnarstjórnar mætir til fundarins umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar, Árni Steinar Jóhannsson, til að fara yfir umhverfisverkefni tengd höfnunum. Árni gerði grein fyrir vinnu síðustu ára og fór yfir minnisblað með hugmyndum að verkefnum til komandi ára.</DIV><DIV>Árna var þökkuð koman og vék hann síðan af fundi.</DIV></DIV></DIV>
2.
Þriggja ára áætlun 2012 - 2014
Málsnúmer 1101235
<DIV><DIV>Fyrir fundinum lágu drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs. Hafnarsjórn samþykkti fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarráðs til umfjöllunar.</DIV></DIV>
3.
Skólphreinsistöð
Málsnúmer 0905009
<DIV>Fyrir fundinum liggja drög að lóðaleigusamningi fyrir Hafnarlóð nr. 3 vegna skólphreinsistöðvar Bólholts við Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðaleigusamning.</DIV>
4.
Skýrsla frá ferðakaupstefnu CMT í Stuttgart í janúar 2011.
Málsnúmer 1101299
Skýrsla frá ferð formanns Cruise Iceland á ferðakaupstefnu sem haldin var í Stuttgart nú í janúar 2011. Kynnt.
5.
Stöðuleyfi fyrir gáma við kjallara Steypuskál
Málsnúmer 1101042
Með erindi dags. 5. janúar 2011 sækir Alcoa um leyfi til að hafa fjóra gáma framan við steypuskálann, á lóðamörkum hafnarsvæðis og Alcoa. Gámarnir yrðu notaðir til að geyma allt efni sem notað er til að gera vörur Alcoa sjóklára í gáma. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leiti, en vísar málinu til afgreiðslu bygginga- og skipulagsfulltrúa.
6.
730 Ferging lóða við Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 0909129
<DIV>Fundargerð dags. 26. janúar 2011 frá opnun tilboða í færslu á fargi á lóð nr. 10 við Hraun við Mjóeyrarhöfn. Formaður vék af fundi vegna tengsla við málið.  Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.</DIV>
7.
Aðstaða til að láta fjara undan bátum
Málsnúmer 1101288
<DIV>Erindi frá Gunnari Hjaltasyni dags. 12. janúar 2011 þar sem óskað er eftir að útbúin verði aðstaða til að láta fjara undan bátum innan við olíubryggjuna á Reyðarfirði. Hafnarstjórn hafnar erindinu.</DIV>
8.
Norðfjarðarár breyting á ós
Málsnúmer 1101298
<DIV><DIV>Farið yfir mál varðandi breytt rennsli Norðfjarðarár um ós árinnar ásamt málum tengdum dýpkunarmálum. Fyrir fundinum lá minnisblað framkvæmdastjóra vegna málsins.  Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að finna lausn og framkvæma úrbætur.  Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að fá dýptarmælingu í nokkrum höfnum Fjarðabyggðar.</DIV></DIV>