Hafnarstjórn
80. fundur
1. febrúar 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Umhverfis- og framkvæmdarmál Fjarðabyggðahafna
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Að ósk hafnarstjórnar mætir til fundarins umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar, Árni Steinar Jóhannsson, til að fara yfir umhverfisverkefni tengd höfnunum.&nbsp;Árni gerði grein fyrir vinnu síðustu ára og fór yfir minnisblað með hugmyndum að verkefnum til komandi ára.</DIV&gt;<DIV&gt;Árna var þökkuð koman og vék&nbsp;hann síðan af&nbsp;fundi.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
2.
Þriggja ára áætlun 2012 - 2014
<DIV&gt;<DIV&gt;Fyrir fundinum lágu drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs. Hafnarsjórn samþykkti fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarráðs til umfjöllunar.</DIV&gt;</DIV&gt;
3.
Skólphreinsistöð
<DIV&gt;Fyrir fundinum liggja drög að lóðaleigusamningi fyrir Hafnarlóð nr. 3 vegna skólphreinsistöðvar Bólholts við Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðaleigusamning.</DIV&gt;
4.
Skýrsla frá ferðakaupstefnu CMT í Stuttgart í janúar 2011.
Skýrsla frá ferð formanns Cruise Iceland á ferðakaupstefnu sem haldin var í Stuttgart nú í janúar 2011. Kynnt.
5.
Stöðuleyfi fyrir gáma við kjallara Steypuskál
Með erindi dags. 5. janúar 2011 sækir Alcoa um leyfi til að hafa fjóra gáma framan við steypuskálann, á lóðamörkum hafnarsvæðis og Alcoa. Gámarnir yrðu notaðir til að geyma allt efni sem notað er til að gera vörur Alcoa sjóklára í gáma. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leiti, en vísar málinu til afgreiðslu bygginga- og skipulagsfulltrúa.
6.
730 Ferging lóða við Mjóeyrarhöfn
<DIV&gt;Fundargerð dags. 26. janúar 2011 frá opnun tilboða í færslu á fargi á lóð nr. 10 við Hraun við Mjóeyrarhöfn. Formaður vék af fundi vegna tengsla við málið.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.</DIV&gt;
7.
Aðstaða til að láta fjara undan bátum
<DIV&gt;Erindi frá Gunnari Hjaltasyni dags. 12. janúar 2011 þar sem óskað er eftir að útbúin verði aðstaða til að láta fjara undan bátum innan við olíubryggjuna á Reyðarfirði. Hafnarstjórn hafnar erindinu.</DIV&gt;
8.
Norðfjarðarár breyting á ós
<DIV&gt;<DIV&gt;Farið yfir mál varðandi breytt rennsli Norðfjarðarár um ós árinnar ásamt málum tengdum dýpkunarmálum. Fyrir fundinum lá minnisblað framkvæmdastjóra vegna málsins.&nbsp; Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að finna lausn og framkvæma úrbætur.&nbsp; Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að fá dýptarmælingu í nokkrum höfnum Fjarðabyggðar.</DIV&gt;</DIV&gt;