Hafnarstjórn
81. fundur
1. mars 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnarsambands Íslands árið 2011
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 4. febrúar 2011. Kynnt.
2.
Ársreikningur Hafnarsambands Íslands 2010
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2010 til kynningar.
3.
Fundagerðir CI á árinu 2011
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 3. febrúar 2011. Kynnt.
4.
Vöttur Klassaskoðun vor 2011
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Kynnt niðurstaða athugunar á kostnað við upptöku Vattar og botnhreinsun. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Stjörnublástur á Seyðisfirði.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
5.
Áfamhaldandi framkvæmdir við klæðningu á Gamla garðinn á Stöðvarfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Fundargerð dags. 17. febrúar 2011 frá opnun tilboða í áframhaldandi klæðningu á gamla garðinn á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn staðfesti samning við lægstbjóðanda.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
6.
Framkvæmd við þekju olíubryggju Norðfirði
<DIV&gt;Fundargerð dags. 24. febrúar 2011 frá opnun tilboða í gerð þekju á olíubryggjuna á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem var Nestak frá Norðfirði.</DIV&gt;
7.
Aðstaða til að láta fjara undan bátum
<DIV&gt;Bréf frá Gunnari Hjaltasyni dags. 16. febrúar 2011 þar sem ítrekuð er fyrri beiðni og leggur til aðra staðsetningu til að láta fjara undan smábátum. Hafnarstjórn frestar málinu til næsta fundar og framkvæmdastjóra falið að afla nánari gagna.</DIV&gt;
8.
Beiðni um fjárframlag til Sjóminjasafns Austurlands
<DIV&gt;<DIV&gt;Bréf frá stjórn Sjóminjasafns Austurlands dags. 1. febrúar 2011 þar sem þess er farið á leit við Hafnarsjóð Fjarðabyggðar að hann veiti fjárframlag upp á 16,8 millj. kr. til kaupa á aðstöðu fyrir safnið. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk til verkefnisins 11,5 milljónum af liðnum óráðstafað.&nbsp; Auk þess veitir hafnarsjóður 5,3 milljónir kr. stuðning til verkefnisins sem verður endurskoðaður til endanlegrar ákvörðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.</DIV&gt;</DIV&gt;