Fara í efni

Hafnarstjórn

82. fundur
5. apríl 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Upplýsingar um störf Hafnasambands Íslands 4. mars 2011
Málsnúmer 1103071
Upplýsingar frá formanni Hafnasambands Íslands um þá vinnu sem er í gangi hjá stjórn Hafnasambandsins um þessar mundir. Kynnt.
2.
Aðalfundaboð Fiskmarkaðarins 8.apríl 2011
Málsnúmer 1103164
<DIV><DIV>Boð á aðalfund Fiskmarkaðar Austurlands sem halda á 8. apríl 2011. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera fulltrúi hafnarinnar á fundinum.</DIV></DIV>
3.
Hafnarsvæði, landfylling
Málsnúmer 1103152
<DIV>Fundargerð dags. 23. mars 2011 frá opnun tilboða í fyllingu á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda.</DIV>
4.
Seatrade Europe sýning í Hamborg 2011
Málsnúmer 1103187
<DIV>Erindi frá Íslandsstofu dags. 30. mars 2011 þar sem boðin er þátttaka á sölusýningu fyrir skemmtiferðaskip sem haldin verður í Hamborg 27. til 29. september í haust. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á sölusýninguna í haust.</DIV>
5.
Smábátahafnir Fjarðabyggð
Málsnúmer 0910145
<DIV><DIV>Lagður fram viðbótarsamningur við Bryggjuvini um kaup á floteiningum fyrir smábátahafnirnar. Hafnarstjórn staðfestir samninginn.</DIV></DIV>
6.
Viðbótarlóðasamningur vegna geymslusvæðis á Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 1103145
<DIV><DIV>Fyrir fundinum láu drög að viðbótarlóðaleigusamningi við Alcoa vegna geymslusvæðis við Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn heimilar framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Alcoa.</DIV></DIV>
7.
Ástandsúttekt á slysavörnum í höfnum og á einkabryggjum.
Málsnúmer 1101054
<DIV><DIV><DIV>Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 5. janúar 2011 þar sem gerð er grein fyrir ástandsúttekt á slysavörnum í höfnum Fjarðarbyggðar, en sérstök úttekt fylgdi með vegna einkabryggja. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna að úrbótum sem snúa að Fjarðabyggðarhöfnum.</DIV></DIV></DIV>
8.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV>Gerð grein fyrir svari við fyrirspurn frá 17. mars 2011 um framkvæmdir við gömlu bæjarbryggjuna á Norðfirði.  Kynnt.  Ákvörðun um áframhald framkvæmda tekið fyrir á næsta fundi.</DIV>
9.
Siglingavernd - Eskifirði
Málsnúmer 1103186
<DIV>Fyrir fundinum lá tillaga að legu verndargirðingar á hafskipabryggjunni á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkti tillöguna.</DIV>
10.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
<DIV>Kynntar hugmyndir Laxar ehf um laxeldi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Fyrir fundinum lá greinargerð um fyrirhugað eldi í sjókvíum í Reyðarfirði. Hafnarstjórn telur fulla ástæðu til að skoða vel staðsetningu þessarar starfsemi með hliðsjóna af skipaumferð um Reyðarfjörð og hugmyndum um hafnsækna starfsemi við fjörðinn.</DIV>
11.
Aðstaða til að láta fjara undan bátum
Málsnúmer 1101288
<DIV><DIV>Hafnarstjórn hefur fjallað ítarlega um málið og komist að þeirri niðurstöðu að þar sem ekki eru til fjárheimildir innan fjárhagsáætlunar 2011 er ekki unnt að fara í þessa framkvæmd.  Hafnarstjórn bendir á öll þau fjárfreku verkefni sem eru í framkvæmd og eru fyrirhuguð á næstu misserum á smábátahöfnunum Fjarðabyggðar.  </DIV></DIV>
12.
Tillaga um umræðu um forgangsröðun verkefna á smábátahöfnum
Málsnúmer 1103011
<DIV><DIV>Tillaga lögð fram á hafnarstjórnarfundi 1. mars 2011, þar sem óskað er eftir umræðu um forgangsröðun verkefna við smábátahafnir Fjarðabyggðahafna. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað þar sem fram kom staða þeirra verkefna sem tillagan fjallaði um.  Þá samþykkti hafnarstjórn að farið yrði í að teikna upp og skipuleggja smábátahafnirnar og umhverfi þeirra.</DIV></DIV>