Fara í efni

Hafnarstjórn

84. fundur
31. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnarsambands Íslands árið 2011
Málsnúmer 1102072
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 338 dags. 12. maí 2011. Kynnt.
2.
Innleiðing á tilskipun 2005/65/EB hjá Fjarðabyggðarhöfnum
Málsnúmer 1105121
<DIV><DIV>Bréf frá Siglingastofnun dags. 16. maí 2011 um tilskipun frá EB um eflingu siglingaverndar hafi verið innleidd í íslensk lög kynnt. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.</DIV></DIV>
3.
Strandflutningar
Málsnúmer 1104177
<DIV>Fundargerð frá fundi sem haldinn var á Akureyri um flutningskostnað og strandflutninga. Kynnt.</DIV>
4.
Franski spítalinn - aðstaða
Málsnúmer 1105174
<DIV>Erindi frá Minjavernd dags. 11. maí 2011 þar sem óskað er eftir aðkomu hafnarstjórnar að gerð bryggju fyrir framan franska spítalann. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að fylgjast með og vinna frekar að málinu.</DIV>
5.
Establishing a port forum in the North-Atlantic
Málsnúmer 1105175
<DIV>Erindi frá Transportutvikling AS dags. 25. maí 2011 þar sem verið er að kanna áhuga hafna við Norður- Atlanshafið, Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi, á að koma á fót samtökum hafna á svæðinu.  Hafnarstjórn lýsir áhuga á verkefninu og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu samkvæmt því.</DIV>
6.
Fiskmarkaður Austurlands
Málsnúmer 1105147
<DIV>Rætt um málefni Fiskmarkaðar Austurlands. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um hugsanlega sölu á hlut hafnarsjóðs í markaðnum.</DIV>
7.
Gamla bæjarbryggjan á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1105182
<DIV><DIV>Umfjöllun um gömlu bæjarbryggjun á Fáskrúðsfirði og flutning á elsta löndunarkrananum frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar. Hafnarstjórn samþykkir að flytja og setja upp elsta kranann frá Stöðvarfirði á nýju bæjarbryggjuna á Fáskrúðsfirði.  Í framhaldinu verði gamla bryggjan rifin og gengið frá landinu með grjótvörn.</DIV></DIV>
8.
Smábátahöfn Reyðarfirði
Málsnúmer 1001100
<DIV><DIV>Drög að hugmyndum um yfirborðsfrágang við smábátahöfnina á Reyðarfirði. Hafnarstjórn skoðaði teikningar og gerði athugasemdir og málið sett áfram í frekari vinnslu.</DIV></DIV>