Fara í efni

Hafnarstjórn

85. fundur
28. júní 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundur Cruise Iceland 27. maí 2011
Málsnúmer 1104022
Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland frá 27. maí 2011, ásamt ársreikningi 2010, ársskýrslu 2010 og fleiri gögnum. Kynnt.
2.
Fundagerðir Hafnarsambands Íslands árið 2011
Málsnúmer 1102072
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 339 frá 9. júní 2011. Til kynningar.
3.
Listaverkakaup við höfnina á Reyðarfirði
Málsnúmer 1009038
<DIV>Erindi frá Ásdísi Jóhannsdóttur dags. 19. maí 2011 þar sem hún bíður hafnarsjóði að kaupa listaverk sem hún hefur hannað og hugsað fyrir höfnina á Reyðarfirði. Hafnarstjórn líst vel á hugmyndina sem slíka en telur ekki tímabært að setja upp listaverk við höfnina á Reyðarfirði fyrr en frágangi við höfnina er lokið.</DIV>
4.
Seatrade Europe sýning í Hamborg 2011
Málsnúmer 1103187
<DIV>Erindi frá Íslandsstofu 23. júní 2011 varðandi þátttöku á Seatrade Hamborg og hugmynd um að senda sameiginlegan fulltrúa á sýninguna. Hafnarstjórn stendur við fyrri samþykkt sína um að senda sinn fulltrúa á sýninguna.</DIV>
5.
Seatrade Miami 2012
Málsnúmer 1106155
<DIV>Tölvupóstur dags. 23. júni 2011, þar sem verið er að kanna þátttöku fyrirtækja í sýningunni Seatrade Miami 2012. Lagt er upp með möguleika breytt snið verði á þátttökunni þannig að nokkrir aðilar geta sameinast um einn fulltrúa á sýninguna. Hafnarstjórn samþykkti að senda sinn fulltrúa á sýninguna.</DIV>
6.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
<DIV>Upplýsingar vegna undirbúnings að gerð upplýsingastiklum og námskeiðs fyrir leiðsögumenn og kostnaði við það, en námskeiðið er ætlað til að þjálfa fólk í leiðsögn ferðamanna við væntanlega komur skemmtiferðaskipa.  Hafnarstjórn samþykkir að láta gera stiklur sem nýst geta leiðsögumönnum á leið um Fjarðabyggð og sem námsefni á fyrirhuguðu námskeiði.</DIV>
7.
Gerð skýrslu um áhrif í Fjarðabyggð vegna tillagna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Málsnúmer 1106101
<DIV><DIV><DIV>Gerð skýrslu um áhrif á Fjarðabyggð vegna tillagna um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Málinu vísað frá bæjarráði til kynningar í hafnarstjórn.  Kynnt.</DIV></DIV></DIV>