Hafnarstjórn
87. fundur
30. ágúst 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fiskmarkaður Austurlands
Niðurstöður athugunar um sölu hluta hafnarsjóðs í Fiskmarkaði Austurlands. Kynnt.
2.
Gerð skýrslu um áhrif í Fjarðabyggð vegna tillagna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
<DIV&gt;Kynnt skýrsla KPMG um áhrif breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu ásamt umsögn bæjarráðs.</DIV&gt;
3.
Hafnafundur 16. september 2011
<DIV&gt;Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem kynnt er að hafnafundur verði haldinn 16. september 2011 í Reykjavík. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera fulltrúi á fundinum og heimilar honum að taka með sér fulltrúa starfsmanna hafnarinnar.</DIV&gt;
4.
Innleiðing á tilskipun 2005/65/EB hjá Fjarðabyggðarhöfnum
<DIV&gt;Kynntur fyrirhugaðaður fundur vegna innleiðingar reglna EB um hafnarvernd sem halda á fimmtudaginn 15. september nk. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera fulltrúi á fundinum og heimilar honum að taka með sér fulltrúa starfsmanna hafnarinnar.</DIV&gt;
5.
Beiðni um skammtímaleigu á lóð á Hrauni
<DIV&gt;Beiðni dags. 17. ágúst 2011 frá Tandrabergi ehf. um skammtímaleigu á lóð á Hrauni til geymslu á malarefni. Spurt er um lóð nr. 6 innan við Vélaborg. Hafnarstjórn hafnar beiðni um afnot af lóð nr. 6 en heimilar geymslu efnis á neðra svæði í samráði við framkvæmdastjóra hafnarinnar.</DIV&gt;
6.
Smábátahöfn Reyðarfirði
<DIV&gt;Farið yfir ný drög að útliti umhverfis smábátahafnarinnar á Reyðarfirði. Hafnarstjórn var ánægð með framkomna tillögu og samþykkti hana fyrir sitt leiti og vísar henni til kynningar í umhverfis og skipulagsnefnd.</DIV&gt;
7.
Smábátahöfn Eskifirði
<DIV&gt;Kynnt frumdrög að frágangi umhverfis smábátahafnarinnar á Eskfirði. Hafnarstjórn fór yfir fyrir liggjandi drög að teikningum og kom með athugasemdir til að vinna með áfram.</DIV&gt;
8.
Fjárhagsáætlun 2012 - Hafnarnefnd
<DIV&gt;Kynnt staða rekstrar miðað við áætlun 2012. Farið yfir tímaáætlun og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2012 sem er að hefjast.&nbsp; Einnig farið yfir stöðuna fyrstu 6 mánuði ársins.&nbsp; </DIV&gt;