Fara í efni

Hafnarstjórn

88. fundur
13. september 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
<DIV>Fyrir fundinum lá minnisblað frá ferða og menningamálafulltrúa dags. 6. september 2011 um stöðu undirbúnings fyrir komu skemmtiferðaskipa. Kynnt.</DIV>
2.
Fundagerðir CI á árinu 2011
Málsnúmer 1102034
<DIV>Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 18. ágúst 2011. Kynnt.</DIV>
3.
Hafnarsjóður - akstursvarnir
Málsnúmer 1108115
<DIV>Kynnt tilboð sem bárust í gerð akstursvarna fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda. Hafnarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda.</DIV>
4.
Fyrirspurn um umhverfismál á Reyðarfirði
Málsnúmer 1106170
<DIV>Bréf frá eigna-skipulags og umhverfisnefnd 5. september 2011, til lóðarhafa við Ægisgötu á Reyðarfirði, þar sem lóðarhafar eru hvattir til úrbóta á lóðum sínum. Kynnt.</DIV>
5.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV><DIV>Farið yfir hugmyndir að endurnýjun bryggjunnar.  Hafnarstjórn leggur til að farið verði eftir hugmynd 3 og fengin verði útfærsla á aðstöðu fyrir flotbryggju austan á bryggjunni.</DIV></DIV>
6.
Dýpkun smábátahafnar Eskifirði
Málsnúmer 1109018
<DIV>Kynnt drög að gögnum vegna dýpkunar smábátahafnar á Eskifirði. Rætt um umfang verksins, verktíma og fjármögnun. Hafnarstjórn samþykkir að bjóða verkið út og það verði fjármagnað af liðnum grjótvarnir óstaðsett.</DIV>
7.
Smábátahöfn Eskifirði
Málsnúmer 0910146
<DIV>Kynnt drög nr. 2 að umhverfi smábátahafnarinnar á Eskfirði. Hafnarstjórn lýst vel á hugmyndina en gerði nokkrar athugsemdir sem þarf að skoða betur.</DIV>