Hafnarstjórn
90. fundur
18. október 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Drög að frumvarpi nýrra sveitarstjórnarlaga
Bæjarráð vísaði á fundi sínum 3. október sl. nýjum sveitarstjórnarlögum sem taka gildi 1. janúar 2012 til kynningar hjá sviðsstjórum og fastanefndum, ásamt minnisblaði dags. 30 september sl. um áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga. Kynnt.
2.
Mengun í Norðfjarðarhöfn 21. september 2011
Tölvupóstur frá HAUST dags. 21. september 2011 vegna mengunaróhapps í Norðfjarðarhöfn. Kynnt.
3.
Árshlutauppgjör 31.08.2011
Árshlutauppgjör Fiskmarkaðar Austurlands fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011 kynnt.
4.
Sérstakt strandveiðigjald til hafna
Bréf frá Fiskistofu dags. 26. september 2011 þar sem kynnt er sérstakt strandveiðigjald til hafna. Kynnt.
5.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
<DIV&gt;<DIV&gt;Fundargerðir dags. 13. september og 17. október frá vinnufundum vegna verkefninsins kynntar.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkir að farið verði og heimsóttar ferðaskrifstofur skemmtiferðaskipa.</DIV&gt;</DIV&gt;
6.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Frumdrög að teikningum fyrir endurbyggingu bæjarbryggjunnar á Norðfirði kynnt. Hafnarstjórn lýst vel á fyrirliggjandi teikningar en felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri athugsemdum og óska eftir upplýsingum sem fram komu í umræðunni.</DIV&gt;</DIV&gt;
7.
Fjárhagsáætlun 2012 - Hafnarnefnd
<DIV&gt;Umfjöllun um fjárhagsáætlun ársins 2012 ásamt langtímaáætlun fyrir árin 2013 til 2015. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá áætluninni og vísar henni til bæjarráðs.</DIV&gt;