Hafnarstjórn
91. fundur
8. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnarsambands Íslands árið 2011
Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 340 dags. 19. ágúst 2011 og fundargerð nr. 341 dags. 7. október 2011. Kynnt.
2.
Fundagerðir CI á árinu 2011
<DIV&gt;Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 14. október 2011. Kynnt.</DIV&gt;
3.
Seatrade Europe sýning í Hamborg 2011
Minnisblað frá ferðamálafulltrúa frá Seatrade Hamborg sem hún fór á 20-22 september sl. Kynnt.
4.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
<DIV&gt;Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 12. október 2011 þar sem kynnt er tillaga að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöð Laxa fiskeldis ehf í Reyðarfirði. Fram kemur í bréfinu að frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 16. desember 2011.&nbsp; Bæjarráð óskar eftir umsögn frá hafnarstjórn og eigna, skipulags- og umhverfisnefnd. Kynnt.</DIV&gt;
5.
Umsögn vegna umsóknar um hafnsögumannsskírteini
<DIV&gt;Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að veita umsögn vegna umsóknar Grétars Rögnavarsson um hafnsögumannsskírteini.</DIV&gt;
6.
Fjárhagsáætlun 2012 - Hafnarnefnd
<DIV&gt;Lögð fram drög að starfsáætlun fyrir árið 2012. Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Björgvin Valdimarsson komu inná fundinn undir þessum lið.&nbsp; Framkvæmdastjóra&nbsp;falið að leggja breytta áætlun fyrir bæjarráð.</DIV&gt;
7.
Hafnarmál á Norðfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Minnisblað frá framkvæmdastjóra hafnarinnar frá fundi 4. nóvember sl. með fulltrúum Síldarvinnslunnar og bréf frá framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar frá 7. nóvember sl. varðandi endurskipulag og stækkun athafnasvæðis fyrirtækisins á Norðfirði.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkti að setja 20 milljónir til undirbúnings verksins inn í áætlun ársins 2012.</DIV&gt;</DIV&gt;