Fara í efni

Hafnarstjórn

93. fundur
3. janúar 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir CI á árinu 2011
Málsnúmer 1102034
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 6. desember 2011. Kynnt.
2.
Fundagerðir Hafnarsambands Íslands árið 2011
Málsnúmer 1102072
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 342 frá 18. nóvember 2011. Kynnt.
3.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV><DIV><DIV>Fundargerð dags. 20. desember 2011 frá opnun tilboða í timbur til endurbyggingar bæjarbryggjunnar á Norðfirði. Lagt er til að lægsta tilboði verði tekið en það er frá Húsasmiðjunni. Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði Húsasmiðjunnar.</DIV></DIV></DIV>
4.
Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum
Málsnúmer 1112011
<DIV>Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 29. nóvember 2011 vakin er athygli á því að hafnaryfirvöldum beri að gera áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið.</DIV>
5.
Umhverfisstefna hafna
Málsnúmer 1111100
<DIV>Tekið var til umræðu málefni umhverfisstefnu fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.</DIV>
6.
Smábátahöfn Stöðvarfirði
Málsnúmer 1112090
<DIV>Á fundi hafnarstjórnar þann 6. desember sl. var óskað eftir að umræða yrði tekin um stöðu smábátahafnarinnar á Stöðvarfirði og möguleikum sem þar væru til staðar til að fjölga plássum fyrir smábáta.  Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.</DIV>