Fara í efni

Hafnarstjórn

94. fundur
7. febrúar 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Tilkynning dags. 20. desember 2011 ásamt greinargerð frá Löxum ehf þar sem þeir tilkynna til Skipulagsstofnunar um fyrirhugað 4000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði. Kynnt.
2.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
<DIV><DIV><DIV>Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 20. janúar 2012 vegna ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis til Laxa ehf vegna 6000 tonna eldis í Reyðarfirði ásamt afriti að starfsleyfi og svörum við innsendum athugasemdum. Kynnt. Jafnframt liggur fyrir erindi frá Fiskistofu dags. 27. janúar 2012 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsókn Laxa ehf um rekstrarleyfi fyrir framleiðslu 6000 tonna af laxi í kvíum. Hafnarstjórn leggur til að þeim athugsemdum sem gerðar voru í umsögn um starfsleyfið og eiga við um rekstarleyfið verði komið á framfæri í umsögn um það. Hafnarstjórn vísar málinu til bæjarráðs.</DIV></DIV></DIV>
3.
Styrkbeiðni til handa Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1201197
<DIV>Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar dags. 16. janúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk til félagsins. Hafnarstjórn hafnar erindinu.</DIV>
4.
Þjónustukönnun meðal íbúa Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1111049
<DIV><DIV><DIV><SPAN style="FONT-FAMILY: " Times Roman?,?serif?; FONT-SIZE: 12pt; mso-fareast-font-family: ?Times New Roman?; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA?>Lögð fram til kynningar þjónustukönnun, dagsett október 2011, unnin af Capacent Gallup. Í könnuninni er gerður samanburður á svörum íbúa í nokkrum sveitarfélögum á spurningum tengdum þjónustu sveitarfélaganna. Kynnt.</SPAN></DIV></DIV></DIV>
5.
755 Bólsvör 2 - atvinnuhúsnæði
Málsnúmer 1201220
<DIV><DIV>Beiðni frá Grænnípu ehf um heimild til að staðsetja 12,5 m2 veiðarfæra- og aðstöðuhús við höfnina á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að lóð númer 1 við Bólsvör verði nýtt í samræmi við skipulag hennar frá 1997 fyrir aðstöðuhús tímabundið þar til skipulagi verðu breytt.  Gjald verði í samræmi við stöðuleyfi gáma skv. gjaldskrá hafnarjóðs.  Staðsetning húss skal vera í samráði við framkvæmdastjóra hafnanna.</DIV></DIV>
6.
Endurbætur gamalla bryggja í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1201270
<DIV><DIV>Með tölvupósti 27. janúar 2012 óskaði Sævar Guðjónsson eftir að tekið yrði til umfjöllunar málefni gamalla bryggja og sjóhúsa og að tekið yrði saman hvað hafi farið í þennan málaflokk.  Fyrir fundinum lá minnisblað með samantekt vegna málefnisins.  Hafnarstjórn samþykkir að sent verði bréf til eigenda gamalla bryggja og þeim bent á að nú sé síðasta árið í átaki til varðveislu gamalla bryggja með styrk frá hafnarsjóði.  Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að hækka framlag sitt  í 500 þ.kr. með sömu skilyrðum og verið hafa.</DIV></DIV>
7.
Starfsmannamál hafnanna
Málsnúmer 1002012
<DIV><DIV>Farið var yfir vöktunarmál við Mjóeyrarhöfn.  Framkvæmdastjóra falið að leysa málið til skamms tíma þar til framtíðarlausn finnst á  málinu.</DIV></DIV>