Fara í efni

Hafnarstjórn

95. fundur
28. febrúar 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum
Málsnúmer 1112011
<DIV>Gerð grein fyrri stöðu mála varðandi gerð áætlunar um meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum. Kynnt.</DIV>
2.
Fyrirspurn um innheimtu vörugjalda
Málsnúmer 1202114
<DIV><DIV>Erindi frá Nesskipum dags. 17.febrúar 2012 varðandi innheimtu vörugjalda. Hafnarstjórn telur undanþágu um niðurfellingu vörugjalda ekki eiga við í þessu tilviki og hafnar erindinu.</DIV></DIV>
3.
Umsókn um uppsetningu á olíutanka og afgreisðlubúnaði í Norðfjarðarhöfn.
Málsnúmer 1202066
<DIV><DIV>Erindi frá Olís dags. 7. febrúar 2012 þar sem óskað er efir heimild til að setja upp aðstöðu til olíuafgreiðslu fyrir smábáta í innrihöfninni á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkir þær hugmyndir sem voru til umræðu á fundinum og felur framkvæmdastjóra að leysa málið.</DIV></DIV>
4.
Umsókn um lóð nr. 6 að Hrauni
Málsnúmer 1202028
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Erindi frá Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd dags. 15. febrúar 2012 þar sem óskað er umsagnar hafnarstjórnar vegna umsóknar Machinery ehf um lóð að Hrauni við Mjóeyrarhöfn með erindi dags. 2. og 3. febrúar 2012. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaða starfsemi í húsnæðinu og staðfestingar á samkomulagi við nefnda aðila um nýtingu hússins áður en til ákvarðanatöku kemur.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
5.
Starfsmannamál hafnanna
Málsnúmer 1002012
<DIV>Farið yfir vöktunarmál Mjóeyrarhöfn og sumarstörf. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna að starfslýsingu og samkomulagi við Eimskip.</DIV>