Hafnarstjórn
97. fundur
26. mars 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Seatrade Miami 2012
<DIV&gt;Lagt fram minnisblað vegna ferða á sýninguna Seatrade Miami í mars 2012. Undir þessum lið kom Björn Ingi Knútsson.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkti að óska eftir&nbsp;aðild að Cruise Europe.&nbsp; Hafnarstjórn stefnir á að kalla saman þær nefndir og ráð sem málið varðar og gera grein fyrir stöðu málsins og næstu skrefum.</DIV&gt;
2.
Beiðni um undanþágu frá lóðstöku til Mjóeyrarhafnar vegna El Toro.
Erindi frá Samskipum dags. 8. mars 2012 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Oleg Granshchikov skipstjóra á El Toro að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsöguskyldu fyrir Oleg Granshchikov skipstjóra á mv. El Toro.
3.
Forkaupsréttur að lóð nr.4 við Hraun
<DIV&gt;Erindi frá Eimskipum dags. 7. mars 2012 þar sem félagið óskar eftir að hafnarstjórn Fjarðabyggðar falli frá forkaupsrétti vegna kaupa félagsins á eignum á lóðinni að Hrauni 4, Fjarðabyggð.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti við sölu eignanna, en vill að skýrt komi fram að komi til sölu eigna að nýju síðar standi forkaupsréttarheimild hafnarsjóðs virk áfram. Aðeins er verið að taka afstöðu til þessarar sölu að þess sinni.</DIV&gt;
4.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
<DIV&gt;Bréf frá Fiskistofu dags. 15. mars 2012. Svar við athugasemdum Fjarðabyggðar vegna rekstarleyfis Laxa ehf fyrir laxeldi í kvíum í Reyðarfirði. Kynnt.</DIV&gt;
5.
Umskipunarhöfn á Íslandi
<DIV&gt;Erindi frá Guðmundi H. Bjarnasyni dags. 8. mars 2012 vísað til umsagnar hafnarstjórnar frá Bæjarráði 12. mars sl. Í erindinu er óskað eftir kostnaðarþátttöku vegna forvinnu og athugunar á mögulegri staðsetningu umskipunar hafnar í tengslum við Norður-íshafssiglingar á næstu árum. Hafnarstjórn hafnar beiðninni að svo komnu máli.</DIV&gt;
6.
Þjónustumiðstöð fyrir olíurannsóknir og vinnslu
<DIV&gt;<DIV&gt;<P style="MARGIN: 0in 0in 0pt" class=MsoNormal&gt;<SPAN style="mso-ansi-language: IS"&gt;Bréf frá&nbsp;Olíudreifingu dags. 9.mars 2012 þar sem fyrirtækið óskar eftir samstarfi við Fjarðabyggð um koma upp aðstöðu á Reyðarfirði fyrir&nbsp;þjónustumiðstöð fyrir þau fyrirtæki sem hyggjast stunda olíuleit og vinnslu á olíu á Drekasvæðinu. Jafnframt er óskað eftir að gerð verði viljayfirlýsing vegna þessa samstarfs. Einnig farið yfir kynningu sem Olíudreifing sendi með bréfinu. Málið var tekið fyrir á 284. fundi bæjarráðs og vísað til umræðu í atvinnu- og menningarnefnd, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn. </SPAN&gt;<SPAN style="FONT-FAMILY: " Times Roman?,?serif?; FONT-SIZE: 12pt; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-font-family: ?Times New Roman?; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA?&gt;Atvinnu- og menningarnefnd.</SPAN&gt;</P&gt;<P style="MARGIN: 0in 0in 0pt" class=MsoNormal&gt;<SPAN style="FONT-FAMILY: " Times Roman?,?serif?; FONT-SIZE: 12pt; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-font-family: ?Times New Roman?; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA?&gt;Hafnarstjórn tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs að ganga frá viljayfirlýsingu um málið og að staðið skuli vörð um áherslur hafnarinnar.<BR&gt;</P&gt;</SPAN&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
7.
Starfsmannamál hafnanna
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Gerð grein fyrir drögum að samkomulagi við Eimskip vegna vöktunarmála við Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir drögin.&nbsp;Hafnarstjórn var upplýst um mál er varðar afleysingu við skipstjórn á dráttarbát og felur framkvæmdastjóra að vinna í málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
8.
Þekja frystihúsbryggju Eskifirði
<DIV&gt;Minnisblað frá Siglingastofnun dags. 16. mars 2012 vegna þekju frystihúsbryggjunni á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkti að fara að leiðbeiningum Siglingastofnunar.</DIV&gt;
9.
Þekja frystihúsbryggju Fáskrúðsfirði
<DIV&gt;Minnisblað frá Siglingastofnun dags. 16. mars 2012 vegna þekju frystihúsbryggjunni á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkti að fara að ráðum Siglingastofnunar í málinu en felur framkvæmdastjóra að skoða með raf- og vatnslagnir.</DIV&gt;