Hafnarstjórn
98. fundur
2. maí 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Markaðsstarf Fjarðbyggðahafna
<DIV&gt;Umræða um markaðsmál Fjarðabyggðarhafna.&nbsp; Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að sjá um að safna saman upplýsingum um Fjarðabyggðarhafnir, þjónustu í Fjarðabyggð og á Austurlandi sem tengist hafnsækinni starfsemi til upplýsinga þeim sem áhuga sýna á starfsemi í Fjarðabyggð.</DIV&gt;
2.
Fundagerðir CI á árinu 2012
<DIV&gt;Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 23. febrúar 2012. Kynnt.</DIV&gt;
3.
Franski spítalinn - bryggjuaðstaða
<DIV&gt;<DIV&gt;Framhald erindis frá 11. maí 2011 þar sem óskað er eftir aðkomu hafnarsjóðs að gerð bryggju framan við Franska spítalann á Fáskrúðsfirði. Fyrir fundinum lá minnisblað vegna málsins.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkir að byggja bryggju á grunni minnisblaðsins.&nbsp; Kostnaður við verkið er áætlaður allt að 10 millj.kr.</DIV&gt;</DIV&gt;
4.
Hafnarmál á Norðfirði
<DIV&gt;Gerð grein fyrir stöðu mála.</DIV&gt;
5.
Ósk um að setja upp vindmælir á vitan á Neskaupstað
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi frá Stefáni K. Guðjónssyni þar sem óskað er eftir að fá að setja upp vindmæli í Norðfjarðarvitann á festingu sem er til staðar og ekkert henni. Hafnarstjórn samþykkir að heimila uppsetningu á vindmæli.</DIV&gt;</DIV&gt;
6.
Smábátahöfn Reyðarfirði
Fundargerð frá opnun tilboða í yfirborðsfrágang við smábátahöfnina á Reyðarfirði dags. 11. apríl 2012. Hafnarstjórn staðfesti verksamning við lægstbjóðanda.
7.
Umsókn um styrk til endurbyggingu á bryggju við sjóhús
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindi frá Sævari Jónssyni móttekið 16. apríl 2012 þar sem óskað er eftir ákveðinni fjárhæð í styrk til endurbyggingar á bryggju framan við sjóhús að Egilsbraut 26. Hafnarstjórn tekur vel í erindið en óskar eftir að fá kostnaðarmat á verkið.&nbsp; Afgreiðslu frestað.</DIV&gt;</DIV&gt;
8.
Smábátahöfn Stöðvarfirði
<DIV&gt;Úttekt Siglingastofnunar á hafnarmálum á Stöðvarfirði með tilliti til möguleika á fjölgun leguplássa fyrir smábáta.&nbsp; Málið tekið fyrir á næsta fundi.</DIV&gt;
9.
Tillaga bæjarstjóra um vorhreinsun í tengslum við útgáfu vorbæklings
<DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl sl. að farið verði í sérstakt átak í umhverfismálum í tengslum við útgáfu vorbæklings 2012. Sérstaklega verði beint sjónum að bæjarkjörnunum, umhverfi fyrirtækja og lóða í þeirra umsjá, lóða í umsjón einstaklinga og opinna svæða sem eru á ábyrgð bæjarfélagsins. Hvatt verði sérstaklega til umhverfisvitundar og mikilvægi þess að fallegt og snyrtilegt umhverfi séu lífsgæði. Bæjarráð vísaði umfjöllun um samþykktina til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarnefndar og framkvæmd verði á hendi framkvæmdasviðs sem vinni verkefnaáætlun til að stuðla að framgangi verkefnisins. Hafnarsjóður fagnar framtaki bæjarráðs.&nbsp; Jafnframt bendir hafnarstjórn á að&nbsp;í framkvæmdaáætlun ársins&nbsp;2012 eru ætlaðar um 60 milljónir króna til umhverfisfrágangs við umhverfi hafna.</DIV&gt;</DIV&gt;