Fara í efni

Hafnarstjórn

99. fundur
29. maí 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2012
Málsnúmer 1202146
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 344 frá 16. mars 2012. Til kynningar.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2012
Málsnúmer 1202146
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 345 frá 23. apríl 2012. Til kynningar.
3.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2012
Málsnúmer 1202146
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 346 dags. 15. maí 2012. Kynnt.
4.
Fundagerðir CI á árinu 2012
Málsnúmer 1204109
<DIV><DIV>Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 27. apríl 2012.  Kynnt. Farið var yfir það sem er framundan og framkmæmdastjóra heimilað að tilkynna þátttöku.</DIV></DIV>
5.
Aðalfundaboð Fiskmarkaðs Austurlands 30.maí 2012
Málsnúmer 1205100
<DIV>Fundarboð á aðalfund Fiskmarkaðar Austurlands ehf sem halda á 31. maí 2012. Hafnarstjórn fól framkvæmdastjóra að vera fulltrúi á fundinum.</DIV>
6.
Aðalfundur Cruise Iceland 25. maí 2012
Málsnúmer 1205018
<DIV>Aðalfundur Cruise Iceland var haldinn á Flúðum 25. maí sl. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundinum, en fundargerð verðu kynnt síðar. Hafnarstjórn harmar að fjórum árum eftir inngöngu í Cruise Iceland skuli höfnin ekki vera komin inn í kynningarbækling samtakanna.</DIV>
7.
Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum
Málsnúmer 1112011
<DIV>Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum fyrir hafnirnar í Fjarðabyggð.  Kynnt en áætlanirnar hafa verið sendar til Umhverfisstofnunar til afgreiðslu.</DIV>
8.
Smábátahöfn Stöðvarfirði
Málsnúmer 1112090
<DIV>Minnisblað vegna fyrirspurnar á síðasta fundi hafnarstjórnar um fingrasetningu og bil milli fingra á flotbryggjum. Kynnt</DIV>
9.
Smábátahöfn Stöðvarfirði
Málsnúmer 1112090
<DIV>Úttekt Siglingastofnunar frá maí 2012 á möguleikum til fjölgunar plássa fyrir smábáta í Stöðvarfjarðarhöfn.  Kynnt og vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.</DIV>
10.
Ósk um læst öryggishlið við smábátahöfnina í Neskaupstað
Málsnúmer 1205025
<DIV>Erindi frá Klakksvík ehf dags. 7.maí 2012 þar sem óskað er eftir að farið verði án tafar í uppsetningu öryggishliða og öryggismyndavéla við smábátahöfnina í Neskaupstað.  Hafnarstjórn hafnar erindinu og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.</DIV>
11.
Styrkbeiðni um enduruppbyggingu bryggju við sjóhús við Strandgötu 58 á Eskifirði
Málsnúmer 1205057
<DIV>Erindi frá Böðvari Þórissyni dags. 9. maí 2012 þar sem óskað er eftir styrk til endurbyggingar á gamalli bryggju á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir greiðslu kostnaðar sem nemur helmingi að heildarkosntaði verks skv. framlögðum reikningum, styrkurinn getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 500.000 kr.</DIV>
12.
Umsókn um styrk til endurbyggingu á bryggju við sjóhús
Málsnúmer 1204057
<DIV>Erindi frá Sævari Jónssyni móttekið 16. apríl 2012 tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar 2. maí 2012, en var frestað til næsta fundar. Hafnarstjórn samþykkir greiðslu kostnaðar sem nemur helmingi að heildarkosntaði verks skv. framlögðum reikningum, styrkurinn getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 500.000 kr.</DIV>
13.
Hafnarmál á Norðfirði
Málsnúmer 1111028
<DIV><DIV>Farið yfir framvindu máls varðandi athugun á stækkun og endurskipulagningu Norðfjarðarhafnar. Ný gögn frá Siglingastofnun kynnt. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að koma á fundi við fyrsta tækifæri með notendum hafnarinnar og fulltrúa frá Siglingastofnun.</DIV></DIV>
14.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV>Fyrir fundinum lá að taka ákvörðun um töku tilboðs í endurgerð gömlu bæjarbryggjunnar á  Norðfirði.  Hafnarstjórn samþykkti á grundvelli fyrirliggjandi gagna að ganga til samninga við þann aðila sem átti næst lægsta tilboðið í verkið, en það var Guðmundur Guðlaugsson.</DIV>