Fara í efni

Hafnarstjórn

73. fundur
31. ágúst 2010 kl. 16:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014
Málsnúmer 1004096
<DIV><DIV>Farið yfir erindi Siglingastofnunar dags. 19. apríl og 12. ágúst vegna samgönguáætlunar 2011 til 2014.  Send hefur verið umsókn um framlag úr áætluninni á árinu 2011 til framkvæmda við dýpkun smábátahafnarinnar á Norðfirði.  Kynnt.</DIV></DIV>
2.
Hafnasambandsþing 23 og 24 septemer 2010
Málsnúmer 1008082
<DIV><DIV><DIV>Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem boðað er til Hafnasambandsþings 23. og 24. september 2010.  Hafnarstjórn ákvað að aðalmenn eigi kost á því að fara á þingið auk framkvæmdastjóra hafnarinnar og yfirhafnarverði.</DIV></DIV></DIV>
3.
Þátttaka í Seatrade Med í Cannes
Málsnúmer 1002109
<DIV><DIV>Hafnarstjórn ákvað að framkvæmdastjóri fari á sölusýninguna ásamt ferða og menningamálafulltrúa.</DIV></DIV>
4.
Framhald fyrirspurnar frá hafnarstjórnarfundi 21. júlí 2010 um kræklingaeldi innan hafnarsvæði
Málsnúmer 1008076
<DIV>Farið var yfir minnisblað framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna um gild starfsleyfi fyrir fiskeldi og kræklingaeldi innan hafna í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn fór yfir gögnin og velti fyrir sér staðsetningu á kræklingalínum.  Framkvæmdastjóri skoðar málið nánar.</DIV>
5.
Bæjarbryggjan á Norðfirði
Málsnúmer 1008102
<DIV><DIV><DIV>Bréf frá Kristni V. Jóhannssyni dags. 23. ágúst 2010 varðandi bæjarbryggjuna á Norðfirði og endurbætur á henni. Hafnarstjórn þakkar bréfritara fyrir bréfið og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.</DIV></DIV></DIV>