Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

10. fundur
25. mars 2014 kl. 10:00 - 12:00
í Molanum
Nefndarmenn
Sigurður Baldursson Aðalmaður
Halldór Árni Jóhannsson Aðalmaður
Ármann Elísson Aðalmaður
Axel Jónsson Aðalmaður
Árni Steinar Jóhannsson Embættismaður
Unnur Ása Atladóttir Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Árni Steinar Jóhannsson Umhverfisstjóri
Dagskrá
1.
Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2012/2013
Málsnúmer 1310058
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisfulltrúa vegna refa- og minkaveiða á árinu 2012/2013. Nefndin bendir á að ekki hefur verið veitt nægu fjármagni til málaflokksins, frá sveitarfélaginu og ríkinu, samkvæmt niðurstöðum veiðiskýrslna.
2.
Ósk um að verði reist ný fjárrétt í Eskifjarðardal
Málsnúmer 1401125
Bréf Þorsteins Snorra Jónssonar frá 10. janúar 2014 þar sem óskað er eftir að reist verði ný fjárrétt í Eskifjarðadal. Nefndin leggur til að samið verði við Vegagerðina um að reist verði aðhald í Eskifjarðardal í stað réttarinnar sem rifin var vegna framkvæmda við Norðfjarðargöng.
3.
Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2014
Málsnúmer 1403094
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa að fyrirkomulagi refa- og minkaveiða 2014.

Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða tillögu umhverfisfulltrúa og vísar henni til samþykktar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

Landbúnaðarnefnd leggur til við bæjarráð að sett verði það fjármagn í málaflokkinn sem þarf til svo að hægt verði sinna veiðunum á svipaðan hátt og síðustu ár.
4.
Lausaganga stórgripa
Málsnúmer 1403118
Nefndin ræddi lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og leggur til að banni við lausagöngu stórgripa í sveitarfélaginu verði þinglýst.
5.
Fyrirkomulag fjallskila og gjaldtaka vegna þeirra
Málsnúmer 1403119
Nefndin tók til umræðu það fyrirkomulag sem verið hefur vegna fjallskila í Fjarðabyggð. Nefndin telur heppilegast að byggja gjaldtöku á fyrri hefð. Þeir aðilar í sveitarfélaginu sem eiga fjárvon í löndum sveitarfélagsins leggja til mannskap til smölunar en að öðrum kosti greiði þeir fjallskilagjald 18.000 kr.