Landbúnaðarnefnd
12. fundur
23. febrúar 2015 kl. 13:00 - 00:00
í Molanum
Nefndarmenn
Sigurður Baldursson Formaður
Halldór Árni Jóhannsson Aðalmaður
Ármann Elísson Aðalmaður
Þórhalla Ágústsdóttir Aðalmaður
Marsibil Erlendsdóttir Aðalmaður
Anna Katrín Svavarsdóttir Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Anna Katrín Svavarsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Ályktun Sambands ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands
Ályktun Sambands ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands kynnt. Landbúnaðarnefnd fagnar ályktunni og leggur til að í farið verði í frekari flokkun á landbúnaðarlandi í Fjarðabyggð, á landi til skógræktar, jarðræktar og beitarlands.
2.
Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dagsett 10. febrúar 2015, um þörf þess að kortleggja beitarsvæði í landi Fjarðabyggðar. Landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að kortleggja beitarsvæði í landi Fjarðabyggðar og gera þurfi reglur vegna girðinga, gjaldtöku og fyrirkomulag umsókna og úthlutunar beitarsvæða.
Nefndin vísar málinu aftur til umhverfisfulltrúa til frekari vinnslu og leggur áherslu á að þessari vinnu verið lokið fyrir 20. apríl 2015.
Nefndin vísar málinu aftur til umhverfisfulltrúa til frekari vinnslu og leggur áherslu á að þessari vinnu verið lokið fyrir 20. apríl 2015.
3.
Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2015
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa að fyrirkomulagi refa- og minkaveiða 2015. Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna að öllu leiti nema að verðulaun til ráðinna refaveiðimanna verið 14.000 kr. á dýr.
4.
Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2013/2014
Lagt fram til kynningar samantekt umhverfisfulltrúa vegna refa- og minkaveiða, á veiðitímabilinu 2013-2014.
5.
Ósk um beitiland við Hvalnes
Lagt fram bréf Viðars Þórissonar dagsett 24. september 2014 um ósk um beitiland í landi Hvalnesar Stöðvarfirði. Landbúnaðarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til reglur um úthlutun beitarsvæða fyrir Fjarðabyggð liggja fyrir.
6.
Ósk um beitiland í Fáskrúðsfirði
Lögð fram ósk Gunnars Guðmundssonar um beitiland til frambúðar í Fáskrúðsfirði eða nágrenni. Landbúnaðarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til reglur um úthlutun beitarsvæða fyrir Fjarðabyggð liggja fyrir.
7.
Ósk um svæði til haustbeitar búfénaðar og túns til sláttar í Reyðarfirði
Lagt fram bréf Guðgeirs Einarssonar dagsett 13. febrúar 2015. Þar sem óskað er eftir svæði til haustbeitar og túns til sláttar í Reyðarfirði. Landbúnaðarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til reglur um úthlutun beitarsvæða fyrir Fjarðabyggð liggja fyrir.