Fara í efni

Mannvirkjanefnd

24. fundur
27. október 2009 kl. 12:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Uppsögn leigusamninga félagslegra íbúða
Málsnúmer 0909116
<DIV><DIV><DIV><DIV>Lagt fyrir nefndina tillaga mannvirkjasviðs, dagsett 22. október um breytingar á leiguverði fyrir íbúðir Fjarðabyggðar. Mannvirkjanefnd samþykkir að fara í breytingar á leiguverði íbúða Fjarðabyggðar samkvæmt meðfylgjandi tillögu. Þar að auki samþykkir nefndin að öllum leigusamningum um íbúðir Fjarðabyggðar verði sagt upp frá og með næstu mánaðarmótum. Tillagan áður samþykkt í félagsmálanefnd 26. október 2009. Samþykkt með öllum atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun frá Guðjóni Björgvin Magnússon:</DIV><DIV>Undirritaður tekur undir nauðsyn þess að móta almennar reglur sem eiga að gilda við ákvörðun um leiguverð íbúðanna. Hins vegar má færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé að hækkun leiguverðs fari ekki yfir ákveðið mark og eins er nauðsynlegt að fara ítarlega yfir hvort að eðlilegt sé að láta sömu forsendur gilda allsstaðar í sveitarfélaginu. Er til dæmis nægilegur munur gerður á forsendum leiguverðs í Mjóafirði og Reyðarfirði. Brýnt er að fara betur yfir þessi mál m.a. með ofangreint í huga til dæmis með ástand íbúða.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun frá Gunnari Karlssyni:</DIV><DIV>Hækkun sem verið er að samþykkja kemur til vegna þess að leiguverð á íbúðum Fjarðabyggðar hefur ekki fylgt verðlagi eða vísitölu í einhverjum tilfellum og er það miður. Þetta skýrir þá miklu hækkun sem nú er samþykkt á sumum íbúðum. Sá grunnur sem nú er settur fram er til mikilla bóta og ættu stórar hækkanir að heyra sögunni til.</DIV><DIV> </DIV></DIV></DIV></DIV>
2.
Reglur vegna sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 0910028
<DIV>Lögð fram tillaga að reglum um sölu íbúða Fjarðabyggðar. Mannvirkjanefnd samþykkir að framlögð drög að reglum um sölu á íbúðum Fjarðabyggðar. Tillagan áður samþykkt í félagsmálanefnd 26. október 2009.</DIV>