Fara í efni

Mannvirkjanefnd

19. fundur
30. apríl 2009 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrár breyting hjá Rafveitu Reyðarfjarðar á tvígildistaxta
Málsnúmer 0904096
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Lagt fram minnisblað unnið fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar dagsett 28. apríl 2009 um breytingu á tvígjaldstaxta rafveitunnar. Þar er lagt til að verðþrep orku verði eitt í stað tveggja eins og það er í dag. Mun breyting gjaldskrár valda hóflegri hækkun hjá minnstu og allra stærstu notendum en hóflegri lækkun hjá miðlungsnotendum. Fyrir notendur á bilinu 4500 kWh til 28000 kWh lækkar kostnaður lítillega, eða 40% allra notanda. Mannvirkjanefnd samþykkir að vísa gjaldskrárbreytingu til bæjarráðs til afgreiðslu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2.
Blakvellir í Neskaupstað
Málsnúmer 0904064
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf frá Íþróttafélaginu Þrótti dagsett 30. mars 2009. Áður er málið búið að fara fyrir 29. fund umhverfis- og skipulagsnefndar þann 30. apríl 2009 til umfjöllunar. Mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og fangar þessu framtaki en þó er ljóst að ekki er hægt að verða við bón félagsins um fjárhagsstyrk í þetta sinn. </DIV></DIV></DIV>
3.
Heildarúttekt á neysluvatni
Málsnúmer 0904026
<DIV><DIV>Lagt fyrir nefndina bréf frá HAUST dagsett 3. apríl 2009 vegna heildarúttektar á neysluvatni hjá Vatnsveitu Fjarðabyggðar. Bent er á að kostnaður við sýnatökuna er ekki í eftirlitsgjaldi HAUST. Samkvæmt reglugerð 536/2001 um neysluvatn skal vatnsveita taka árlega sýni, nema að vatnsveitan geti sýnt fram á með niðurstöðum mælinga, eða öðrum gögnum, að ólíklegt sé að tiltekinn rannsóknarþáttur mælist yfir hámarksgildi. Mannvirkjanefnd leggur á það ríka áherslu að ekki sé þörf á heildarsýnatöku á hverju ári þar sem allar rannsóknir undanfarin ár hafa staðist kröfur. Mannvirkjastjóra er falið að taka saman gögn og rökstuðning fyrir þessari ákvörðun og senda á HAUST.</DIV></DIV>
4.
Verðmat og veðmat á iðnaðarhúsnæði að Strandgata 16 735
Málsnúmer 0904008
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram verð- og veðmat á fasteigninni að Strandgötu 16, 735 Fjarðabyggð. Fyrir liggur tillaga að Hitaveita Fjarðabyggðar kaupi húsnæðið af eignarsjóði samkvæmt fyrirliggjandi verðmati sem er 18 milljónir. Nefndin samþykkir að Hitaveita Fjarðabyggðar kaupi umrædda fasteign samkvæmt fyrirliggjandi verðmati.<BR></DIV></DIV></DIV>
5.
Húsnæðismál Eskifjarðardeildar RKÍ
Málsnúmer 2008-05-29-927
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf dagsett 28. maí 2008 frá Eskifjarðardeild RKÍ vegna húsnæðismála Eskifirði. Einnig lagt fram til samþykktar drög dagsett 29. apríl 2009 að samkomulagi við Eskifjarðadeild RKÍ vegna afnota á herbergi í húsnæði Fjarðabyggðar að Strandgötu 16 Eskifirði. Mannvirkjanefnd samþykkir að málinu verði lokið á þennan hátt.</DIV></DIV></DIV>
6.
Tillaga að niðurstöðu og vali á útboði vegna snjóflóðavarna í Neskaupstað
Málsnúmer 0903071
<DIV><DIV><DIV>Lagðar fram umsagnir frá Framkvæmdasýslu ríkisins vegna framkvæmda við fyrirhugaðar snjóflóðavarnir á Norðfirði. Annarsvegar umsögn um endurnýjun stofnæðar Vatnsveitu Fjarðabyggðar og hinnsvegar umsögn vegna uppsetningu stoðvirkja. Mat Framkvæmdasýslu ríkisins er að bæði verkin séu tilbúin til útboðs. Mannvirkjanefnd leggur á það ríka áherslu að áðurgreindum verkum verð komið eins fljótt og auðið er í útboð líkt og Ofanflóðasjóður gaf til kynna á íbúafundi á Norðfirði 2.apríl 2009. Mannvirkjastjóra falið að ýta á eftir málinu eins og hægt er. Einnig lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra til Framkvæmdasýslu ríkisins vegna stöðu skipulagsmála í tengslum við framkvæmdirnar en fyrir liggur að skipulagsmál munu ekki tefja málið.</DIV></DIV></DIV>
7.
Veghald þjóðvega i þéttbýli í Fjarðabyggð.
Málsnúmer 2009-01-09-34
<DIV><DIV><DIV>Lögð fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 7. janúar 2009 og 22. apríl 2009 vegna samnings um veghald þjóðvega í þéttbýli. Fyrir liggur að ný vegaskrá tók gildi 1. janúar 2009 en ekki er lokið endurskoðun reiknilíkans vegna breytinga sem orðið hafa á þjóðvegum í þéttbýli. Mannvirkjanefnd leggur á það mikla áherslu að Fjarðabyggð taki ekki við neinum vegköflum nema að undangengu mati á ástandi þeirra og fái fjármagn til lagfæringar. Ljóst er að nokkrir kaflar á þjóðvegum í Fjarðabyggð eru ekki í viðunandi ástandi.</DIV></DIV></DIV>
8.
Umferðaskilti fyrir Efstagerði, Reyðarfirði
Málsnúmer 0905005
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf til mannvirkjanefndar frá Sunnu Lind Smáradóttur og Ómari Þór Andréssyni íbúum í Efstagerði 2 Reyðarfirði. Þar er farið fram á leyfi til að setja upp skilti sem gefi til kynna að mörg ung börn séu að leik í götunni. Einnig er velt upp þeirri hugmynd hvort að hægt sé að gera umrædda götu að vistgötu með þeim skilgreiningum sem fylgja því. Mannvirkjanefnd tekur vel í erindið varðandi merkinguna en telur ekki forsendur fyrir að breyta götunni í vistgötu. Nefndin felur mannvirkjastjóra að ganga frá leyfi og útfæra með íbúum merki til uppsetningar.</DIV></DIV></DIV>
9.
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað - skilamat apríl 2009
Málsnúmer 0904044
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 8. apríl 2009 og skilamatskýrsla sömu dagsetningar. Skýrsluna má nálgast á vefsíðu Framkvæmdasýslu ríkisins, <A href="" http: www.fsr.is??>www.fsr.is</A></DIV></DIV></DIV>