Mannvirkjanefnd
19. fundur
30. apríl 2009 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrár breyting hjá Rafveitu Reyðarfjarðar á tvígildistaxta
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram minnisblað unnið fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar dagsett 28. apríl 2009 um breytingu á tvígjaldstaxta rafveitunnar. Þar er lagt til að verðþrep orku verði eitt í stað tveggja eins og það er í dag. Mun breyting gjaldskrár valda hóflegri hækkun hjá minnstu og allra stærstu notendum en hóflegri lækkun hjá miðlungsnotendum. Fyrir notendur á bilinu 4500 kWh til 28000 kWh lækkar kostnaður lítillega, eða 40% allra notanda. Mannvirkjanefnd samþykkir að vísa gjaldskrárbreytingu til bæjarráðs til afgreiðslu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
2.
Blakvellir í Neskaupstað
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram bréf frá Íþróttafélaginu Þrótti dagsett 30. mars 2009. Áður er málið búið að fara fyrir 29. fund umhverfis- og skipulagsnefndar&nbsp;þann 30. apríl 2009&nbsp;til umfjöllunar. Mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og fangar þessu framtaki en þó er ljóst&nbsp;að ekki er hægt að verða við bón félagsins um fjárhagsstyrk í þetta sinn. </DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
3.
Heildarúttekt á neysluvatni
<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fyrir nefndina bréf frá HAUST dagsett 3. apríl 2009 vegna heildarúttektar á neysluvatni hjá Vatnsveitu Fjarðabyggðar. Bent er á að kostnaður við sýnatökuna er ekki í eftirlitsgjaldi HAUST. Samkvæmt reglugerð 536/2001 um neysluvatn skal vatnsveita taka árlega sýni, nema að vatnsveitan geti sýnt fram á með niðurstöðum mælinga, eða öðrum gögnum, að ólíklegt sé að tiltekinn rannsóknarþáttur mælist yfir hámarksgildi. Mannvirkjanefnd leggur á það ríka áherslu að ekki sé þörf á heildarsýnatöku á hverju ári þar sem allar rannsóknir undanfarin ár hafa staðist kröfur. Mannvirkjastjóra er falið að taka saman gögn og rökstuðning fyrir þessari ákvörðun og senda á HAUST.</DIV&gt;</DIV&gt;
4.
Verðmat og veðmat á iðnaðarhúsnæði að Strandgata 16 735
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram verð- og veðmat á fasteigninni að Strandgötu 16, 735 Fjarðabyggð. Fyrir liggur tillaga að Hitaveita Fjarðabyggðar kaupi húsnæðið af eignarsjóði samkvæmt fyrirliggjandi verðmati sem er&nbsp;18 milljónir. Nefndin samþykkir að Hitaveita Fjarðabyggðar kaupi umrædda fasteign samkvæmt fyrirliggjandi verðmati.<BR&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
5.
Húsnæðismál Eskifjarðardeildar RKÍ
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram bréf dagsett 28. maí 2008 frá Eskifjarðardeild RKÍ vegna húsnæðismála Eskifirði. Einnig lagt fram til samþykktar drög dagsett 29. apríl 2009 að samkomulagi við Eskifjarðadeild RKÍ vegna afnota á herbergi í húsnæði Fjarðabyggðar að Strandgötu 16 Eskifirði. Mannvirkjanefnd samþykkir&nbsp;að málinu verði lokið á þennan hátt.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
6.
Tillaga að niðurstöðu og vali á útboði vegna snjóflóðavarna í Neskaupstað
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagðar fram umsagnir frá Framkvæmdasýslu ríkisins vegna framkvæmda við fyrirhugaðar snjóflóðavarnir&nbsp;á Norðfirði. Annarsvegar umsögn um endurnýjun stofnæðar Vatnsveitu Fjarðabyggðar og hinnsvegar umsögn vegna uppsetningu stoðvirkja. Mat Framkvæmdasýslu ríkisins er að bæði verkin séu tilbúin til útboðs. Mannvirkjanefnd leggur á það ríka áherslu að áðurgreindum verkum verð komið eins fljótt og auðið er í útboð líkt og Ofanflóðasjóður gaf til kynna á íbúafundi á Norðfirði 2.apríl 2009. Mannvirkjastjóra falið að ýta á eftir málinu eins og hægt er. Einnig lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra til Framkvæmdasýslu ríkisins vegna stöðu skipulagsmála í tengslum við framkvæmdirnar en fyrir liggur að skipulagsmál munu ekki tefja málið.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
7.
Veghald þjóðvega i þéttbýli í Fjarðabyggð.
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lögð fram bréf frá Vegagerðinni&nbsp;dagsett 7. janúar 2009 og 22. apríl 2009 vegna samnings um veghald þjóðvega í þéttbýli. Fyrir liggur að ný vegaskrá tók gildi 1. janúar 2009 en ekki er lokið endurskoðun reiknilíkans vegna breytinga sem orðið hafa á þjóðvegum í þéttbýli. Mannvirkjanefnd leggur á það mikla áherslu að Fjarðabyggð taki ekki við neinum vegköflum nema að undangengu mati á ástandi þeirra og&nbsp;fái fjármagn til lagfæringar. Ljóst er að nokkrir kaflar á þjóðvegum í Fjarðabyggð eru ekki í viðunandi ástandi.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
8.
Umferðaskilti fyrir Efstagerði, Reyðarfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram bréf til mannvirkjanefndar frá Sunnu Lind Smáradóttur og Ómari Þór Andréssyni íbúum í Efstagerði 2 Reyðarfirði. Þar er farið fram á leyfi til að setja upp skilti sem gefi til kynna að mörg ung börn séu að leik í götunni. Einnig er velt upp þeirri hugmynd hvort að hægt sé að gera umrædda götu að vistgötu með þeim skilgreiningum sem fylgja því. Mannvirkjanefnd tekur vel í erindið varðandi merkinguna en telur ekki forsendur fyrir að breyta götunni í vistgötu. Nefndin&nbsp;felur mannvirkjastjóra að ganga frá leyfi og útfæra með íbúum merki til uppsetningar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;
9.
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað - skilamat apríl 2009
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 8. apríl 2009 og skilamatskýrsla sömu dagsetningar. Skýrsluna má nálgast á vefsíðu Framkvæmdasýslu ríkisins, <A href="" http: www.fsr.is??&gt;www.fsr.is</A&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;