Fara í efni

Mannvirkjanefnd

21. fundur
7. september 2009 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Fjarðabyggðarhöll
Málsnúmer 2008-09-11-1450
<DIV><DIV>Lögð fram matsgerð, vegna matsmáls nr. M-3/2009, unnin af Frey Jóhannssyni, byggingartæknifræðingi, dagsett 24. ágúst 2009. Matsgerð er unnin vegna skemmda á þakkanti Fjarðabyggðarhallarinnar. Niðurstaða matsgerðarinnar er að um hönnunargalla sé að ræða. Einnig lögð fram bréf til kynningar dagsett 2. september 2009 sem send voru til matsþola, þar sem gefinn er ákveðinn frestur til að hefja framkvæmdir. Mannvirkjanefnd leggur á það alla áherslu að lagfæringar á þakkantinum verði kláraðar í haust.</DIV></DIV>
2.
Urðateigur 37 Neskaupstað - Matsgerð
Málsnúmer 0909007
<DIV><DIV><DIV><DIV>Lögð fram matsgerð dagsett 14. júlí 2009 unnin af Hilmari Gunnlaugssyni hrl. og Níels Indriðasyni verkfræðingi. Matsgerðin er unnin vegna uppkaupa Fjarðabyggðar og Ofanflóðasjóðs á fasteignum vegna snjóflóðamannvirkja í Tröllagiljum Norðfirði. Mannvirkjanefnd leggur á það áherslu við Ofanflóðasjóð að gengið verði frá uppkaupum nú, þannig að ekki þurfi að fara fram endurmat á fasteigninni.</DIV></DIV></DIV></DIV>
3.
Hlíðargata 26b Neskaupstað - Matsgerð
Málsnúmer 0909008
Lögð fram matsgerð dagsett 20. ágúst 2009 unninn af Hilmari Gunnlaugssyni hrl. og Níels Indriðasyni verkfræðingi. Matsgerðin er unnin vegna uppkaupa Fjarðabyggðar og Ofanflóðasjóðs á fasteignum vegna snjóflóðamannvirkja í Tröllagiljum Norðfirði. Mannvirkjanefnd leggur á það áherslu við Ofanflóðasjóð að gengið verði frá uppkaupum nú, þannig að ekki þurfi að fara fram endurmat á fasteigninni.
4.
Eftirlitsskýrsla vegna vatnsbóls í Mjóafirði
Málsnúmer 0908062
<DIV>Lögð fram eftirlitsskýrsla frá HAUST dagsett 20. ágúst 2009 vegna vatnsbóls Vatnsveitu Fjarðabyggðar í Mjóafirði. Fram kemur að trúlega hafi yfirborðsvatn komist í vatnsbólið þannig að vatnið stenst ekki þær kröfur sem koma fram í reglugerð 536/2001 um gæði neysluvatns. Einnig lagt fram minnisblað mannvirkjasviðs, dagsett 7. september 2009, um þær endurbætur sem gerðar voru en vonir standa til þess að komist hafi verið fyrir vandamálið með endurbótunum.</DIV>
5.
Aukið umferðaröryggi á Þiljuvöllum 740
Málsnúmer 0907035
<DIV><DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf frá íbúum við Þiljuvelli 19 til 37 Neskaupstað þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að skoða allar leiðir sem til eru til að auka öryggi gangandi vegfaranda sem um götuna fara. Mannvirkjanefnd vísar máli til starfshóps um endurskoðun umferðarsamþykktar í Fjarðabyggð með beiðni um að skoðaðir verði allir möguleikar, þar á meðal að breyta götu í einstefnu.</DIV></DIV></DIV></DIV>
6.
Gólf íþróttahúss á Eskifirði - lagfæringar
Málsnúmer 0906111
<DIV><DIV><DIV>Á fundi bæjarráðs nr. 154 var erindi frá skólastjóra Grunnskóla Eskifjarðar, dagsett 22. júní vísað til afgreiðslu mannvirkjasviðs. Í bréfinu gerir skólastjóri grein fyrir bágbornu ástandi á gólfi íþróttahússins á Eskifirði með ósk um fjármagn til endurbóta. Mannvirkjanefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010, en felur mannvirkjasviði að gera úrbætur til bráðabirgða þannig að ekki sé slysahætta.</DIV></DIV></DIV>
7.
Strandblakvellir fyrir ofan Starmýri
Málsnúmer 0909005
<DIV><DIV>Lagt fram bréf frá blakdeild Þróttar, dagsett 1. september 2009, þar sem farið er fram á að Fjarðabyggð komi að því að byggja upp tvo strandblakvelli í Neskaupstað. Staðsetning þessara blakvalla er fyrir ofan Starmýri. Mannvirkjanefnd fagnar framtakinu en hefur ekki fjármagn til að veita í framkvæmdina.</DIV></DIV>
8.
Rafvæðing bílaflota landsmanna
Málsnúmer 0908035
<DIV><DIV>Lögð fram beiðni Northern Lights Energy ehf., vegna verkefnisins ""2012 Nýtt upphaf"", um samstarf við Fjarðabyggð vegna rafvæðingar á bílaflota landsmanna. Erindið áður lagt fram fyrir bæjarráð á fundi nr. 158, þar sem bæjarráð óskaði eftir umsögn mannvirkjasvið. Mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu vegna ónógra upplýsinga.</DIV></DIV>
9.
Skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði, 2. áfangi
Málsnúmer 2007-05-15-803
<DIV><DIV>Fasteigna- og framkvæmdafulltrúi gerði grein fyrir verklokum við 2. áfanga. Mannvirkjanefnd mun halda næsta fund á Fáskrúðsfirði og skoða skólamiðstöðina í leiðinni.</DIV></DIV>
10.
Aðbúnaður barna og starfsmanna á leikskólanum Sólvöllum
Málsnúmer 0909028
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf, dagsett 3. september 2009 frá foreldrafélagi leikskólans Sólvalla, Norðfirði en þar er farið yfir aðbúnað nemenda og starfsmanna leikskólans. Mannvirkjanefnd leggur áherslu að farið verði strax í aðgerðir til úrbóta í samvinnu við starfsfólk og Haust.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>